30. maí 2009
Annie hvað?
// posted by Haraldur @
15:02
2. maí 2008
Flutt!
Jæja þá er Elín komin með sitt eigið blogg
www.elinsig.blog.is verði velkomin þangað! Ég veit ekki hvort Halli mun halda áfram að blogga hér, það verður að koma í ljós síðar!
Adios, hlakka til að sjá ykkur á nýja staðnum
Knús Elín
// posted by ella @
20:43
15. apríl 2008
Íbúafundur!!
// posted by ella @
22:27
1. apríl 2008
Fyrstu veikindin!
Það hlaut að koma að því! Hekla Björt orðin rúmlega 9. mánaða og þá skella á fyrstu veikindin. Hún var í afmæli á sunnudaginn og síðan var hún komin með 39 stiga hita seinnipartinn í gær. Er kvefuð, með stíflað nef, hósta og mikinn hita. Er voða góð í veikindindunum samt litla dúllan! Nú eru það bara horsugur, stílar og nefdropar sem eru málið, vonandi gengur þetta hratt yfir!
Kveðja Mamma Litla
Pirr dagsins: Veikindi
Lag dagsins: Sick Again með Led Zeppelin
// posted by ella @
22:20
31. mars 2008
Vesen að blogga
Stundum er tæknin ekki að gera manni lífið auðveldara! Ég er búin að vera í tölvunni í klukkutíma að reyna og komast inn á blogger og ekkert að gerast! Þurfti að búa til nýjan aðgang og Halli þrufti að hleypa mér inn í þetta blogg upp á nýtt þar sem ég fæ ekki lengur póstinn minn frá vodafone...vodafone að klikka gat verið... ég held allavega núna að ég sé með eftirfarandi e-mail: ellasig (hjá) hive.is , ellasig (hjá) internet.is (greinilega e-h bilað) elin.sigurdardottir (hjá) yahoo.com og það nýjasta ellasig79 (hjá) gmail.com er svo eitthvað skrýtið að maður gleymi login og passwordi á öllu þessu drasli? Vinsamlegast notið ellasig (hjá) hive.is ef þið viljið ná í mig þar sem ég get pottþét opnað þann póst og eina ráð mitt til ykkar er að vera með eitt tölvupóstfang og skipta aldrei um það!
Pirr dagsins: mail
Lag dagsins: Tóti Tölvukall
// posted by ella @
12:04
18. febrúar 2008
Sumafrí!
Jæja þá erum við loksins búin að skipuleggja sumarfrí fjölskyldunnar. Halli fékk nefnilega stúdíó í bænum Visby sem er á eyjunni Gotland fyrir utan Stokkhólm.
Mamma verður með okkur í viku og Halli fer á undan þannig að þetta var heljarinnar púsluspil að bóka flug og gistingu fyrir mannskapinn. Halli fer 16 júní og ég, Hekla og mamma förum 22 júní. Síðan fer mútta heim 28 júní á meðan við Halli og Hekla verðum í Stokkhólmi í nokkra daga, fljúgum þaðan til Malmö til að hitta vini okkar þau Sofi og Pär í Lundi og síðan förum við heim frá Kaupmannahöfn þann 7 júlí þannig að þetta er engin smá reisa. Mig hlakkar geðveikt til enda er alltaf gaman í Svíþjóð.
Lag dagsins: Upp á grænum grænum (Svanhildur syngur fyrir börnin)
Pirr dagsins: Magapína
Kveðja Ella í Orlofi
// posted by Elin @
20:27
1. febrúar 2008
Frost úti
Þetta verður langur dagur! Tíu stiga frost úti og dóttirinn í pirrkasti þar sem ekki er hægt að sofa úti. Hún er alveg háð því að komast út og allur dagurinn fer í vaskinn ef það er ekki hægt að vera úti. Spáin svipuð á morgun þannig að þetta gæti orðið löng helgi. Annars er nóg að gera hjá Halla þessa daganna enda byrja Myrkir Músikdagar á sunnudaginn. Hægt að sjá allt um hátiðnina hér:
www.listir.is/myrkirÞarf að sinna pirruðu barni.
Pirr dagsins: Ekki hægt að svæfa í vagninum góða!
Lag dagsins: Litlu Andarungarnir (af plötunni Svanhildur syngur fyrir börnin)
Þangað til næst...kv. Elín
// posted by Elin @
11:38
22. janúar 2008
Nú er okkur nóg boðið!
Nú er okkur nóg boðið!
http://www.petitiononline.com/mod_perl/petition-sign.cgi?nogbodidNú er mér allavega nóg boðið!
// posted by Elin @
15:25
14. janúar 2008
Gleðilegt ár!
Jólin komin og farin og 3 kíló komin og ekki farin. Þetta er víst afleiðing þess að raða í sig konfekti, borða yfir sig af dýrindis steikum og drekka jólaöl í lítravís. Jól og áramót voru góð og vorum við litla fjölskyldan heima í Álftamýri á aðfangadagskvöld. Hekla Björt var ekki alveg að fatta þetta með pakkana og var meira spennt fyrir pappír sem skrjáfaði í. Halli byrjaður að kenna og vinna í Tónverinu á fullu og ég er byrjuð á fullu í pólitík ásamt því að vera heimavinnandi húsmóðir. Tókum til í geymslunni í gær...tók bara 4 tíma og 5 kassar og 1 ruslapoki af drasli sem ákveðið var að henda. Núna eru bara nokkrir kassar eftir með hinu og þessu draslinu sem maður veit ekki af hverju maður er að geyma. Well þangað til næst, gleðilegt ár!!
Pirr dagsins:Þvottur
Lag dagsins: Together með Jack Johnsson
// posted by Elin @
10:17
18. desember 2007
Jólin Jólin allsstaðar!
Jæja þá eru jólin bara að koma og ég búin að kaupa heilar 2 gjafir! Jibbí jei. Ég fór í ræktina í morgun og síðan fór fjölskyldan í fyrstu verslunarferðina fyrir jólin sem gekk bara vel. Tók smá þrifakast í eldhúsinu en það er orðið frekar ógeðslegt. Ætla samt að reyna að chilla og hafa það náðugt í aðdraganda jólanna.
Þau tíðindi eru helst að við Halli og Hekla ætlum að borða jólamatinn hér í Álftamýrinni á aðfangadagskvöld og eru þetta fyrstu jólin sem við Halli höldum saman þrátt fyrir að hafa verið saman frá 1997!!
Pirr dagsins: Andvökunætur (Heklu finnst betra að sofa á daginn!)
Lag dagsins: Last Christmas (Kom það e-h á óvart að George Micheael
Efnisorð: j
// posted by Elin @
19:43
10. desember 2007
...og hér er hann mættur
Suðaustan stormur og karlinn mættur við tölvuna. Ekki vanþörf á því skrifin hafa verið lítil undanfarið. Lofa að mæta sprækur til leiks fljótlega. Þangað til - látið Ellu um að halda ykkur í stuði...
Kv,
Halli
// posted by Haraldur @
23:31
Vefdagbók Elínar til heimilis að Álftamýri 40?
Það mætti halda að þetta blogg ætti að heita "Vefdagbók Elínar til heimilis að Álftamýri 40". Ég skora hér með á Harald eiginmann minn að byrja aftur að blogga með þessum formlega hætti til þess að sjá hvort það beri árangur. Endilega kommentið ef þið saknið Halla á blogginu! Fékk niðurstöður úr sneiðmyndatökunni er með BRJÓSKLOS þannig að það er ekki skrýtið að maður hafi verið að drepast í bakinu síðustu tvær vikurnar. Er samt öll á batavegi í þeim efnum en fékk hálsbólgu og kvef til þess að bæta það upp!
Lag síðustu viku: Fatlafól
Lag dagsins: Hero með Bonnie Tyler! (Algjör snilld)
Pirr dagsins: Öskur í börnum í Álftamýrarskóla sem vekja hana Heklu alltaf á þessum tíma!
// posted by Elin @
10:36
5. desember 2007
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Ég hvet alla að fara inn á www.humanrights.is/undirskriftir og skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að binda endi á mansal hér á landi!
Kv. Elín
Lag dagsins: Working 9 to 5 með Dolly Parton
Pirr dagsins: Ennþá bakverkir þó minni séu
// posted by Elin @
16:31
1. desember 2007
Bakverkir
Búin að vera að drepast í bakinu alla síðustu vikuna! Ekki alveg að gera sig. Það súrasta við það er að geta varla haldið á dóttur sini sem er orðin tæp 10 kg. Fór í sneiðmyndatöku og fæ niðurstöðurnar á þriðjudag læt ykkur vita.
Pirr dagsins: Bakverkur
Lag dagsins: Ég er fráskilin að vestann...
// posted by Elin @
20:18
18. nóvember 2007
Jóla Hvað?
Jóla hvað? Spyr ég mig? Næsta laugardag er akkúrat mánuður til jóla og ég er í engu jólaskapi "what so ever". Keypti "jólamjólk" í Bónus á föstudaginn og varð bara pirruð. Ég sem ætlaði að hita mér kakó, föndra jólakort og baka smákökur. Einmitt! Annars er ég eins og lítið barn á aðfangadag í dag því að hann Halli minn kemur heim eftir viku dvöl í Danmörku. Man ekki eftir að við höfum verið aðskilin svona lengi í hátt í 10 ár, vó!
Lag Dagsins: Ég kemst í hátíðarskap (eða ekki)
Pirr Dagsins: Halli kemur ekki heim fyrr en eftir miðnætti!!
// posted by Elin @
13:56
15. nóvember 2007
Einstæð og heimavinnandi
Maður er farin að venjast því að vera heimavinnandi húsmóðir.
Hef ekki verið í vinnunni síðan um miðjan júní sl. Það er samt endalaus vinna að vera heimavinnandi og í rauninni miklu meiri vinna en að vera á almennum vinnumarkaði. Þú ert aldrei og alltaf í vinnunni og alltaf nóg að gera með lítið kríli. Hekla Björt verður 5 mánaða þann 25.nóv nk. Hún var í skoðum um daginn þar sem hún hefur verið slæm í maganum og er nú samt orðin 9.3 kg og 68 cm þannig að hún nærist og dafnar vel. Halli er út á Jótlandi að taka upp plötu með mönnum ársins
www.myspace.com/mennarsins og gekk vel síðast þegar ég heyrði. Allir að fyljgast með þeim því það eru spennandi tímar framundan.
Þangað til næst, Bless bless verið hress og ekkert stress Knús Ella og Hekla Björt
Lag Dagsins: Litlir kassar
Pirr Dagsins /vikunnar: Að búa á 4. hæð með enga lyftu.
// posted by Elin @
21:13
25. október 2007
Ungbarnasund
Við erum að klára 6 vikna námskeið í ungbarnasundi hjá henni Mínervu á Háaleitisbrautinni. Þetta er búið að vera æðislega gaman og sú stutta kafar eins og hver annar fiskur. Ekkert hrædd við vatnið og grætur sjaldan (bara ef hún er þreytt). Það er hægt að sjá fleiri myndir úr sundinu á
www.flickr.com/photos/halliogella og það koma fleiri sundmyndir innan skamms. Við ætlum á framhaldsnámskeið sem byrjar í nóvember af því að þetta er svo gaman.
// posted by Elin @
22:36
Áfram í stjórn
Jæja aðalfundur Vinstri grænna í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi. Ég var í framboði til stjórnar og verð semsagt einn vetur í viðbót í stjórninni og hlakka bara til. Það er aðeins meira púsluspil að komast á fundi og svona af því að Halli vinnur mikið á kvöldinn en við reddum þessu einhvernveginn.
Kveðja Ella
// posted by Elin @
22:20
23. október 2007
Það er æðislegt að vera mamma!
Ég er búin að upplifa það síðustu 4. mánuðina hvað það er æðislegt að vera mamma. Eitthvað nýtt gerist á hverjum degi og Hekla Björt er alltaf að þroskast og dafna. Núna er hún td. byrjuð að hlæja sem mömmu hennar og pabba þykir mjög gaman. Hún er líka byrjuð að halda á dóti og hjala löngum stundum á leikteppinu sínu. Sjálf er ég búin að vera drepast í bakinu þannig að það er ekki seinna vænna að byrja í einkaþjálfun í Baðhúsinu til þess að byggja upp styrk í baki og annarsstaðar. Hér til hliðar er mynd af Heklu Björt í hettupeysunni sinni. Þeir sem vilja sjá fleiri myndir geta farið á myndasíðunna hennar þar eru alltaf að koma nýjar myndir:
http://www.flickr.com/photos/halliogella
Kveðja Ella
// posted by Elin @
23:26
Menn ársins á Domo 30 október!
Menn ársins spila nýtt efni af væntanlegri plötu á DOMO þriðjudagskvöldið 30. október kl. 21.30.
Sjáumst!!
// posted by Elin @
23:18