<$BlogRSDUrl$>

31. október 2006


Jæja, hlaut að koma að því að maður kæmist í smá textasmíð á netinu. Mikið gengið á í bransanum, heil tónlistarhátíð að baki sem og frumflutningur hugverka Red Barnett sunnudagskvöldið 22.okt. Báðir atburðir gengu með afbrigðum vel fyrir sig.

Það var stórkostleg stund þegar gamla tríóið úr vesturbæ Kópavogs steig á svið á Gauknum - Þarna var hringnum lokað og gamla Tóbías-gengið mætt saman á ný; Hannes á trommur, Finnur á bassann og ég sjálfur reyndar á kassagítar (spilaði á hljómborð í Tóbías). Ásamt Einari Þór á gítar og Stebba "Bollustrák" á hljómborð og mínum ástkæru systrum í bakröddum náðum við að skila þessum skúffuskrifum til hlustenda með góðum árangri. Nú stendur til að koma þessu efni á plast með slagorðinu heimsyfirráð eða dauði.

Fóstbræðra-afmælistónleikar voru í Háskólabíó um daginn og undirritaður átti þar útsetningar nokkrar. Fóstbræður og SÍ skiluðu Bjarkar-laginu Army of Me af sér með mikilli fimi sem og Stuðmannaútsetningunum sl. laugardag 28.okt. Vissi ekki hvort Árni vildi fá mig eða Björk upp á svið, en ákvað að stökkva upp á svið. Hafði áhorfandi það á orði að nú hefði Björk slegið öll met í búningaskrúði, uppáklædd sem þrítugur rauðhærður skeggjaður maður.

Muniði eftir þessu lagi? Susanna með Art Company? Hélt það...

Kv,
Halli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?