<$BlogRSDUrl$>

18. desember 2007

Jólin Jólin allsstaðar! 


Jæja þá eru jólin bara að koma og ég búin að kaupa heilar 2 gjafir! Jibbí jei. Ég fór í ræktina í morgun og síðan fór fjölskyldan í fyrstu verslunarferðina fyrir jólin sem gekk bara vel. Tók smá þrifakast í eldhúsinu en það er orðið frekar ógeðslegt. Ætla samt að reyna að chilla og hafa það náðugt í aðdraganda jólanna.
Þau tíðindi eru helst að við Halli og Hekla ætlum að borða jólamatinn hér í Álftamýrinni á aðfangadagskvöld og eru þetta fyrstu jólin sem við Halli höldum saman þrátt fyrir að hafa verið saman frá 1997!!

Pirr dagsins: Andvökunætur (Heklu finnst betra að sofa á daginn!)

Lag dagsins: Last Christmas (Kom það e-h á óvart að George Micheael

Efnisorð:


10. desember 2007

...og hér er hann mættur 


Suðaustan stormur og karlinn mættur við tölvuna. Ekki vanþörf á því skrifin hafa verið lítil undanfarið. Lofa að mæta sprækur til leiks fljótlega. Þangað til - látið Ellu um að halda ykkur í stuði...

Kv,
Halli

Vefdagbók Elínar til heimilis að Álftamýri 40? 

Það mætti halda að þetta blogg ætti að heita "Vefdagbók Elínar til heimilis að Álftamýri 40". Ég skora hér með á Harald eiginmann minn að byrja aftur að blogga með þessum formlega hætti til þess að sjá hvort það beri árangur. Endilega kommentið ef þið saknið Halla á blogginu! Fékk niðurstöður úr sneiðmyndatökunni er með BRJÓSKLOS þannig að það er ekki skrýtið að maður hafi verið að drepast í bakinu síðustu tvær vikurnar. Er samt öll á batavegi í þeim efnum en fékk hálsbólgu og kvef til þess að bæta það upp!Lag síðustu viku: Fatlafól


Lag dagsins: Hero með Bonnie Tyler! (Algjör snilld)

Pirr dagsins: Öskur í börnum í Álftamýrarskóla sem vekja hana Heklu alltaf á þessum tíma!

5. desember 2007

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Ég hvet alla að fara inn á www.humanrights.is/undirskriftir og skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að binda endi á mansal hér á landi!

Kv. Elín

Lag dagsins: Working 9 to 5 með Dolly Parton

Pirr dagsins: Ennþá bakverkir þó minni séu


1. desember 2007

Bakverkir 


Búin að vera að drepast í bakinu alla síðustu vikuna! Ekki alveg að gera sig. Það súrasta við það er að geta varla haldið á dóttur sini sem er orðin tæp 10 kg. Fór í sneiðmyndatöku og fæ niðurstöðurnar á þriðjudag læt ykkur vita.


Pirr dagsins: Bakverkur

Lag dagsins: Ég er fráskilin að vestann...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?