<$BlogRSDUrl$>

21. desember 2004

ER LÍÐA FER AÐ JÓLUM

Já, það er ekki laust við það að börnin fara að hlakka til. Sem betur fer eru engin börn á mínu heimili. Hef staðið í ströngu um helgina og vart litið spúsu mína augum síðan á föstudag.

Eplið (betur þekkt sem Dead Sea Apple) spilaði á sunnudaginn okkur til almennrar gleði. Heppnaðist vel. Gítarinn minn nýji, herra Fender, er ekki ennþá búinn að venjast mér og var ekki stilltur helminginn af tímanum. Þarf bara að strjúka honum oftar. Eða senda hann í gítarhlýðniskóla hjá Ingvari.

Annars var jólaball í Kársnesskóla í gær og nemendur mínír í hljómsveitunum Prognoria og Intern stóðu sig með stakri prýði, svoldið stressaðir en þetta heppnaðist bara vel. Lenti reyndar í því að bregða mér í hlutverk hljóðmanns fyrir Dáðadrengi, sem ég leysti af stakri amateur-semi.

Mæli með að fólk hlýði á fyrrnefnt jólalag með Ragga Bjarna - alltaf nett jólalegra en garnagaulið í Helgu Möller...

Jólakveðjur til allra!

Halli

14. desember 2004

ÞRIÐJUDAGSMORGUNN

..og karlinn er stirður sem Stekkjastaur. (Talandi um staura, hvernig væri að gerast alvöru ferðaþjónustuland og þýða þessa jólasveina yfir á hið ilhýra enska. Gömul hugmynd og notuð en vantar sál. Stekkjastaur yrði Bagpole. Giljagaur yrði Gallowgeek, Stúfur Wee Man. Svo væru þarna Doorslammer, Beougneybagger, Windowpeeper, Skyrcontainer, Asklicker, Thwarrow Licker, Gateway Sniffer, Meethook, Candlefreeloader og náttúrlega foreldrar þeirra Greelah og Patchnerd. Mikið yrði gaman (að beinþýða) þá).

Gleymdi víst að taka það fram að hinn ágæti gítar minn er keyptur í Tónabúðinni þar sem Ingvar félagi Valgeirsson stóð sig frábærlega í hlutverki sölumannsins. Er ekki frá því að ég sé betri gítarleikari en í síðustu viku. Farinn að geta spilað Litlu Ljótu andarungarnir og allt. Talandi um andarungana, er að fríka út á Stefáni Hilmars og félögum í nýja Sálarlaginu. Lagið svosum ágætt en þessi Yoda-setning: "er af skammti afar skornum" fer í mínar fínustu. Þessi umröðun orða er orðið treitmark hjá Sálinni, svo alvarlegt að þeir fara búð út í og kaupa með öllu pylsu afar góða. Fengu rettu sér rjúkandi, hús æfinga út í mættu og spil lög uðu. Frikki og Stebbi fara í annála Íslenzkrar túngu fyrir frumkvöðlastarf í umröðun orða.

Jæja, farinn að gefa gullfiskunum frauð,
Halli Klapptönn

9. desember 2004

DEAD SEA APPLE Á GAUKI Á STÖNG SUNNUDAGINN 19 DESEMBER 2004

"Hinn næstum árlegi jólakonsert Dead Sea Apple verður haldinn á Gauki á Stöng sunnudaginn 19.desember næstkomandi. Þar verður leikin tónlist af væntanlegri geislaskífu sveitarinnar og einnig drepið á nokkrum lögum af eldri skífum. Sem fyrr verða þetta með öllu ógleymanlegir tónleikar svo þér er skylt að mæta...."

Þangað til er fólki bent á að rifja upp söngtexta sveitarinnar, en þá er ekki að finna á veraldarvefnum. Minni á þetta síðar í vikunni...

Annars allt príma að frétta. Fyrir utan það að hafa lagst í bælið með skyndiflensu (sem helltist yfir mig á ca. 1 tíma síðla þriðjudags) er fólk í góðum fíling. Fékk að vita það á föstudaginn var að ég er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 í flokknum tónverk ársins fyrir Sjö byltur Svefnleysingjans. Sem ca. sjö íslendingar hafa heyrt. Nú getur maður semsé farið á hátíðina og skálað í Fanta með Múgison og Jan Mayen-lopatröllunum og borðað Böggles með Hauki Tómassyni.
Svo var ég líka að fjárfesta í forláta Fender Stratocaster - algjör gæðagripur. Loksins getur maður talist gítarleikari með gítarleikurum.

Jæja, nóg um mig í bili
Ég

1. desember 2004

TR
Þá er maður bara orðin opinber starfsmaður og uppgefin til að blogga eftir 8 tíma vinnudag. Tryggingastofnun Ríkisins gerir sig feitt...góður starfsandi og fínt jobb...er bara að fíla vel. Annars hefur ekki mikið á daga mína borið undanfarið. Er ennþá í afró, byrjuð hjá Kíró sem er að gera sig fyrir bakið og axlirnar...og svo er það bara vinna, sofa og éta og stundum djamma...alltaf gaman að djamma. Jólagleðin í vinnunni á næsta föstudag sem verður vonandi bara stuð og svo læri hjá möggu fyrir dósapeningin í húsinu...(gömul og góð hefð) á laugardagskvöld. Bara 23 dagar til jóla (sá það á upphafssíðu mbl.is) og jólagardínurnar komnar í þvott...allt í gangi

Sí Jú later alígator....

Lag dagsins er Coldhart Bitch með Jet...(frábært jólalag)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?