<$BlogRSDUrl$>

30. apríl 2006

Vor í lofti.

Nú andar suðrið... eða eitthvað svoleiðis. Við skötuhjú brugðum okkur á tónskáldaþing í gærkvöldi - þar snæddum við kengúrukjöt og drukkum góð vín í góðra tónskálda hópi. Tónskáld eru nefnilega líka fólk. Og svo var ykkar einlægur að spila á Café Aroma. Verð bara að vísa á bloggsíðu Manna Ársins en hasarinn var með eindæmum.

Verðum þar aftur í kvöld ef fólk skyldi hafa undarlega þörf fyrir að leggja leið sína í Hafnarfjörðinn, kannski til að kíkja á ljónið í Sædýrasafninu í leiðinni.


Kv,
Halli

24. apríl 2006

Hvernig væri að halda kjafti!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er að hugsa um að endurvekja upp gamlan lið frá mér á blogginu er kallast pirr dagsins...hefur líka nefst pirr vikunnar...en þetta er sennilega PIRR ALDARINNAR!!!!!!!!!!!!!

Gelgjur í bíó geta greinilega ekki haldið kjafti lengur en í 3 sekúndur...eru síðan bara að spjalla hátt saman um daginn og veginn...FARIÐ Á KAFFIHÚS eða í R****** mín vegna. Það er algjört virðingarleysi að halda það að fjöldi manns sé að borga sig 800 kall inn til að hlusta á þig samkjafta ekki í bíó við vini ykkar. Þið hin sem viljið actually horfa á myndina verið duglega að sussa, segja fólki að halda kj og ef það virkar ekki heimta miðann endurgreiddan...ég bara spyr eru allir á Rítalíni?

Elín

Gott gigg um helgina

Fínt gigg hjá Mönnum Ársins á Aroma um helgina. Höfðum ekki undan að gefa upp símanúmer til kvenaðdáenda (....) og/eða þeirra sem bóka vildu bandið. Gaman. Annars er það í fréttum að síðasta vikan í apríl fer meira og minna í "catching up" - er svoldið með allt á hælum mér þannig að það þarf að taka til höndinni. Langur listi upp á vegg yfir things to do o.s.frv.

Hilsen,
Halli

P.S. Ella mín, ertu hætt að blogga?

19. apríl 2006

Myndablogg 

Myndina sendi ég


Vetrardagurinn síðasti

Viðbjóðslega mikið borðað þessa páska - kílóið sem ég missti í ræktinni komið aftur og súkkulaðipáskaeggjasykurleðjan búin. Annars var helgin bara eitt stórt matar- og kaffiboð. Minn er nefnilega skriðinn yfir á fertugsaldurinn og aldrei liðið betur. Nema hvað að ég er að drepast í bakinu.

Er að fara í grill til Hannesar í kveld ásamt útvöldu þotuliði og þar verður gaman mjög. Er annars í hálfgerðri tilvistarkreppu í kennslunni - er að fara að kenna í kvöld og held ég sé búinn að fara í gegnum allt sem þau þurfa að læra. Arrgh!

Kv,
Halli

6. apríl 2006

Myndablogg 

Gott ad vera planta!
Myndina sendi ég


Myndablogg 

Myndina sendi ég


GSMblogg prufa
This is a test message

5. apríl 2006

Stef

Er að vinna í stefi fyrir ónefnt fyrirtæki út í bæ. Svoldil kúnst en gaman. Fyndið hvað maður dettur í furðulegan gír þegar maður semur svona "tónlist". Stefjagerð lýtur ákveðnum lögmálum sem e-r kall út í bæ ákveður. Tónskáldið þarf svo að semja út frá þessum línum, sumsé, ekki frjáls ferða sinna um tónheiminn.

Ég vil óska minni heittelskuðu til hamingju með daginn, en við eigum 9 ára "tilsammans"afmæli í dag! Ætlum að borða e-ð gott í kvöld og kannski kíkja á Dúndrið á Gauknum eftir það...

Kv,
Halli

1. apríl 2006

Fréttir...

Mikið að gerast þennan dag. Buff hættir, Ingvar Valgeirs milljónamæringur, Bergur Geirs veitingahúsaeigandi og ég beðinn um að semja óperu um Díönu prinsessu sem sýnt verður á West End við texta Tim Rice. Alldeles. Og svo er Silvía Nótt úr keppni í Eurovision. Held þetta sé komið gott bara...

Kv,
Halli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?