<$BlogRSDUrl$>

27. október 2005

Álftamýri

Þá eru flutningar að nálgast og maður er búinn að setja heilmikið af drasli í kassa. Nýja íbúðin er í Álftamýrinni, helvíti fín 3 herbergja með góðum svölum, 60s eldhúsi og baðkari á baðherberginu. Var að hamast við að losa dúkflísarnar á baðherberginu í gærkvöldi fullur ákafa. Endaði þó með því að ég rak kíttisspaðann rakleiðis inn í litla fingur með þeim afleiðingum að Ella fór með mig upp á slysó og þurfti að sauma 5 spor. Fór nettur hrollur um píanóleikarann en ég er a.m.k. að skrifa þennan pistil svo þetta hlítur að vera nokkuð seif.

Tengdó lagði svo flísarnar í kvöld og við erum bara farin að vera tilbúin í að róta. Á laugardaginn ætlum við svo að flauta til leiks og er vinum og vandræðamönnum boðið að flytja kassa og mublur okkur að kostnaðarlausu - bjór og pizza í boði íbúa.

Annars er ég svoldið svekktur að hafa misst af Dúndrinu - hefði svosum líka verið til í að spila með. En þeir hljóta að hafa rúllað þessu upp, soddan snillar.

Konan mín er ekki kommúnisti. Hún er í Ungum Vinstri-Grænum. Blámenn eru litblindir til vinstri - þeir sjá bara rautt...

Lifið heil,
Halli

24. október 2005

IT´S ALIVE!

Vá, það er viðbjóðslega langt síðan manni tókst að blogga. Sumarið kom og fór og nú er maður bara orðin tónlistarkennari í 100% starfi, trúlofaður Elínu Sigurðardóttur meðstjórnanda í stjórn Ungra Vinstri Grænna, og að fara að flytja í Álftamýrina. Ég og mín heittelskaða erum á barmi þess að skrifa undir kaupsamning á næstu sólarhringum og lyklarnir verða afhendir samdægurs.

Því vil ég hvetja alla þá félaga mína og vini til að mæta, bera einn til tíu kassa og fá að launum bjór og pizzu. Stuð í bæ.

Vil að endingu óska konum til sjós og lands árnaðar fyrir vel unnin störf í þágu mannkyns. Þær héldu upp á daginn með pompi og prakt - konan mín fór að sjálfsögðu líka, en ég stóð vaktina með fáliðuðum hópi karlkennara upp í Tónó Kóp.

Lag dagsins er Sisters are Doing It For Themselves með Arethu Franklin og Annie Lennox...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?