<$BlogRSDUrl$>

28. febrúar 2007

Glasgow, Ras 2 og Landsþing 

Við hjónakornin brugðum okkur til Glasgow 15.-18. þessa mánaðar og versluðum eins og við fengjum borgað fyrir það. Ykkar heittelskaði keypti sér dýrindis jakkaföt fyrir ónefndan atburð í apríl. Eins var svolítið keypt á væntanlegan erfingja - það var mjög auðvelt þar sem barnaföt eru einstaklega ódýr hjá Hálendingum. Annars var lítið annað gert en búðarráp - gistum á Holiday Inn West og borðuðum á fínum veitingastöðum (reyndar voru eiginlega bara ítalskir staðir í grennd við hótelið þannig að það var fátækleg flóran).Menn Ársins spiluðu á Rás 2 sl. föstudag. Flutningur var kryddaður með strengja- og trompetleik atvinnumanna úr SÍ og þótti heppnast vel. Einn bar þó af í atvinnumennsku - Guðmundur Hafsteinsson steig inn í Stúdíó 12 í Efstaleitinu, setti saman trompetinn, spilaði og gekk frá - og allt þetta á innan við mínútu! Meira um þetta á blogginu hans Sváfnis hér í slóð til vinstri.

Um síðustu helgi sótti betri helmingurinn flokksþing Vinstri Grænna sem þótti heppnast ágætlega, þó sérstaklega þótti hljómsveit laugardagskveldsins góð, en hana skipa allra flokka kvikindi sem hafa það sameiginlegt að kalla sig Menn Ársins. Ella mín var í pólitíkinni alla helgina og skilaði af sér góðri vinnu, en var líka búin á því eftir helgina.

Nóg í bili,
Halli

9. febrúar 2007

Föstudagsfærsla 

Jæja, þá hefur Anna Nicole Smith yfirgefið jarðlífið. Einhvernveginn finnst manni þetta kaldhæðnisleg örlög í ljósi ferils hennar og harmleikur mikill. En svona er þetta - köld hönd dauðans á það til að grípa í öxlina á manni í miðjum leik. Nú munum við ekki sjá neitt annað í ET næstu mánuðina. Ég sé ET (Entertainment Tonight) í framhjáhlaupi þegar ég flakka á milli rása, en get staðfest að þarna eru á ferðinni rýrustu þættir sem ég hef nokkurntímann séð. Þeir fjalla aðallega um það hvað kynnarnir munu tala um eftir auglýsingahlé. Eftir auglýsingahlé þá tala þau meira um "spennandi" fréttir - eftir hlé. Kynnarnir eru svona plastfólk með yfirdrifið bros á vör og láta sig engu varða innihaldsleysi þáttanna. Einn kynnirinn er framar öðrum í yfirdrifnum spenningi. Hið hómóerótíska plastgímald Cojo (hér til hliðar) sem þykist vera tískuexpert fer óendanlega í mínar fínustu. Hann er svo strekktur að ef hann brosir of breytt skutlast andlitið eflaust af beint á kamerulinsuna.

Mæli með að þið látið ykkur hafa ca. 30 sek af þessu á degi hverjum. Það er þörf áminning á því hvernig lágmenningin getur farið með hausinn á manni.

1. febrúar 2007

Tek undir með þessum starfsmanni (takk, Hildigunnur) 


This page is powered by Blogger. Isn't yours?