<$BlogRSDUrl$>

22. júlí 2004

Aðgerðarleysi
Ég þjáist af almennu aðgerðarleysi og andleysi þessa daganna- I dont feel like writing today-er svona hin almenna stemming...ætla samt að massa í dag og á morgun til að geta tekið mér frí um helgina til að taka vel á móti Þórunum...það verður gaman, búin að kaupa steik og alles. Á að skila aðalgreiningarkaflanum 1.ágúst og síðan allri ritgerðinni þann 17. ágúst....smá stress í gangi...Halli er að massa Jón Leifs og það bara skotgengur hjá honum....ekkert pirr í dag nema hin endalausa sænska rigning sem er alveg að drekkja okkur...rigning rigning

Ella Gella

16. júlí 2004

Sólin Komin!! 

Ég vaknaði og leit út um gluggan og gat ekki betur séð en að sólin sé komin úr sumarfríi...hérna í Lundi hefur verið með eindæmum leiðinlegt veður skýjað og rigning í einn og hálfan mánuð. Er ekki einu sinni búin að kaupa mér sólgleraugu...Núna er vonandi einhver breyting þar á jibbí..
Við Halli erum búin að vera dugleg síðan Hrefna fór heim og við erum búin að vera á snúrunni síðan. Hróarskelda var skemmtileg þrátt fyrir leðjubað...við þvoðum fjórar vélar um leið og við komum heim...drulla drulla. Sáum nú samt 24 hljómsveitir sem þykir nokkuð gott. Bíðum nú eftir frekari heimsóknum frá gamla landinu eftir rúma viku en þórurnar koma þann 24 jei jei jei.
Ætla aldrei þessu vant ekki að pirra mig yfir neinu þar sem ég er bara í nokkuð góðum fíling...
Lag dagsins er Communication með Cardigans algjör snilld

11. júlí 2004

SEINNI HLUTI FERÐASÖGU

Bara upp á bókhaldið...

DAGUR 5 - Sunnudagur 13.júní 2004

Vöknuðum upp úr 10:30 eftir heldur svefnlausa nótt. Næturklúbburinn Roxy hélt fyrir okkur vöku langt fram á morgun. Vei. Ella er líka komin með hálsbólgu og því tveir sjúklingar í Prag. Fórum beint út í apótek að kaupa meira tékkneskt dóp. Síðan var haldið í bakaríið þar sem við snæddum morgunmat og fengum okkur sítrónute.

Tókum Metróið sem leið lá á Malostranská. Villtumst loksins inn í Wallenstein-garðinn sem var alveg magnaður. Gullfiskar og endur syntu um í fagurri tjörn og páfugl sást á vappi leitandi eftir brauðmolum. Kíktum svo í Vojan park en hann stóðst engan veginn samanburð við þennan magnaða Wallenstein-garð. Löbbuðum meðfram ánni upp að kláfnum sem flutti okkur upp Petrin-hæðina. Vorum ákaflega hugrökk og gengum upp í turninn sem er ca 65 metrar og sagður vera míní útgáfa af Eiffel-turninum - þessi turn stendur hinsvegar 325 metra yfir sjávarmáli! Nokkur skjálfti í hnjám þegar niður var komið. Við fengum okkur sitthvorn Pivoinn í verðlaun. Kíktum í speglasalinn sem var rétt hjá turninum og sáum okkur í ýmsum myndum. Svo var haldið í Strahov-klaustrið; gengum ákaflega fallega leið með ótrúlegu útsýni yfir borgina.

Eftir að hafa labbað nokkrar fallegar götur, skoðað m.a. Loreta-kirkjuna, fengum við okkur austurlenskan mat á staðnum Malý Buddha. Maturinn var góður - fengum okkur engiferrótarte í eftirrétt, en heitt sakí fylgdi aðalréttinum. Gengum svo í gegnum hallargarðinn (The Royal Garden) og fundum sporvagn sem fór niður hlíðina áleiðis heim. Ætluðum að vera "local" á því og skipta yfir í annan sporvagn - rammvilltumst og löbbuðum heim á leið. Lögðum okkur í klukkustund og héldum síðan á pöbbarölt. Horfðum á leikinn England-Frakkland á ágætis ölstofu sem endaði ótrúlega: 2-1 fyrir Frakkland á viðbótartíma. Kíktum á Bombay Cocktail Bar og sátum þar yfir einum drykk. Fengum okkur svo síðnætursnarl á burrítóstaðnum Fresh-Mex þar sem maturinn var góður og afgreiðslustrákurinn hress og rosagóður í ensku. Fórum upp á hostel að sofa upp úr miðnætti. Ákváðum að sofa með eyrnatappa þar sem Roxy-klúbburinn var opinn og í fullu fjöri...

DAGUR 6 - Mánudagur 14.júní 2004

Vöknuðum mygluð kl. 9:30 - morgunmatur á hostelinu og svo kaffi og te á torginu rétt neðan við hostelið. Eftir það var haldið í Gyðingahverfið og tekinn upp þráðurinn - 4 sýnagógur skoðaðar auk gamla kirkjugarðsins sem var langtum stærri en við höfðum gert okkur í hugarlund. Tókum hádegispivo á Franz Kafka-kaffi og skrifuðum restina af póstkortunum. Það var nett heitt í veðri svo við skiptum út gallabuxum fyrir pils (þ.e.a.s. Ella) og römbluðum svo fram hjá Munisipal House í leit að pósthúsinu. Það var vel út úr alfara"túrista"leið. Þar sem stemmningin og hverfið í kringum pósthúsið var nett austantjaldsleg, skelltum við okkur á tékkneskar franskar, upphitaðar í örbylgju að hætti hússins og öllara á súrri kínverskri veitingastofu í nágrenninu - leit frekar út fyrir að vera mötuneyti í fiskvinnslu í Fjarðarbyggð.

Eftir um 5 mín labb aftur til siðmenningarinnar vorum við komin á göngugötuna Na Príkope, með ótal merkjabúðum og glansandi innréttingum. Halli keypti sér sólgleraugu. Fljótlega var orkan búin og sporvagn tekinn upp á hostel. Batteríin hlaðin í ca. klukkustund og svo borðað á kínastaðnum Hua Du, þar sem þjónustustúlkan kunni tvö orð í ensku: "Thank You" (ágætis slagorð fyrir staðinn: "Hua Du - Thank You"). Vel útilátið og við komum út stútfull af mat. Sátum og dáðumst af mannlífinu á gamla torginu milli þess sem við sátum á meltunni. Svo var haldið í smá göngu og endað á írskum pöbb þar sem lokamínútur leiks Svíþjóðar og Búlgaríu "áttu sér stað" á risaskjá. Ella frekar lasin og því ákveðið að ljúka deginum með tedrykkju og góðri bók...

DAGUR 7 - Þriðjudagur 15.júní 2004

Risum úr rekkju kl.tíu, ákváðum að dissa morgunmatinn á hostelinu í þetta skipti. Vorum búin að sjá staðinn Bohemian Bagel í gærkvöldi - skelltum okkur þangað og fengum okkur beikon, eggjahræru og HashBrowns (kartöflur og laukur). Maturinn var góður, vel útilátinn en í dýrari kantinum f. Prag. Fórum á göngugötuna (Na Prikope) og í verslunarmiðstöðina TESCO í bongóblíðu. Ella komst í himnaríki við að finna skóbúð á fjórum hæðum, en komur með stærð 41 eru ekki að finna mikið í Prag. Ráfuðum stefnulaust um í dágóða stund og keyptum meðal annars dýrasta bjór ferðarinnar á 100 kr. tékkneskar á göngugötunni. Fórum með Metro í hverfið Vinohrady í leit að ævintýrum en fundum lítið af þeim og héldum því heim á leið. Komum þó við í hljóðfærabúðinni Antonius þar sem Halli keypti sér mandólín - loksins!

Hinn daglegi lúr var tekinn upp á herbergi. Svo var farið í sturtu, maður fíniseraður og ein köld freyðivín drukkin upp á herbergi. Héldum af stað og fundum veitingastaðinn Lary Fary rétt hjá Hostelinu, ákváðum að vera grand á því þar sem þetta var síðasta kvöldmáltíðin (í Prag). Maturinn var æði, vínið var gott, staðurinn flottur og þjónarnir vingjarnlegir. Borðið okkar var staðsett í kjallarahvelfingu sem leit mjög gömul út en var kósý innréttuð í arabískum stíl. Fórum enn og aftur í kvöldgöngu út að brú og horfðum á ljósaskiptin í síðasta sinn. Á leiðinni heim komum við við á Bombay Cocktail Bar þar sem drukkið var og spallað. Loks var Hostelbarinn kvaddur með tveimur lokabjórum fyrir svefninn. Tók sinn tíma að sofna vegna hræðslu um a sofa yfir sig þar sem við vorum vekjaraklukkulaus og check out klukkan 10 morguninn eftir...

DAGUR 8 - Miðvikudagur 16.júní 2004

Síðasti dagurinn í ferðinni runnin upp. Fótferðartími upp úr 8.00 - pökkuðum í rólegheitum, skiluðum lyklunum og fórum svo í morgunmat. Fengum að geyma fatatöskurnar á hostelinu þangað til við héldum út á völl. Keyptum okkur kaffi og sátum niðrá torgi í rólegheitum. Síðan var stefnan tekin yfir gömlu brúna, en áður stoppuðum við í túristabúð og Ella keypti sér pasmínusjal. Löbbuðum í St. Niklás-kirkju og skoðuðum stærsta loftmálverk í Evrópu. Eftir það var það samloka og franskar á Jo´s Bar rétt hjá kirkjunni þar sem Madonna glumdi í græjunum. Eftir þetta hófst hálfgert ráf um bæinn, kíkt í nokkrar búðir (Halli keypti sér sænska landsliðstreyju). Borðuðum stóran skammt af grænmetismat á Country Life og fikruðum okkur svo að hostelinu til að ná í töskurnar. Áður fjárfestum við í Absinth og tékkneskum brennsa.

Ferðin á flugstöðina gekk áfallalaust, þó strætóinn hafi verið pakkaður. Komin allt of snemma út á völl en það reyndist gott þar sem fluginu hafði verið aflýst. Rauðklædd starfsstúlka flugvallarins fylgdi okkur á skrifstofu Lufthansa þar sem við fengum að vita að við værum bókuð til Köben kl. 10 daginn eftir. Hinsvegar væri möguleiki að troða okkur í milliflug til Frankfurt um kvöldið og þaðan til Köben. Eftir mikinn hamagang og stress var okkar málum komið í hendurnar á gamalli konu með talstöð sem hljóp reglulega eitthvert og bað okkur um að bíða. Hún reddaði okkur á endanum tengiflugi til Frankfurt og þaðan til Köben. Frankfurt-flugvélin átti að fara eftir 15 mín. þegar við fengum að vita þetta svo við fengum aðra konu með talstöð til að taka með okkur 800 metra spretthlaup/útsýnistúr um Prag-flugvöll. Luft-Hansi flutti okkur til Frankfurt-flugvallar, sem er ofurvaxinn og illyfirstíganlegur. Þurftum að ganga hátt í kílómeter, þ.á.m. í gegnum undarleg göng - þau lengstu sem við höfum farið í og í hátalakerfinu hljómuðu náttúruhljóð, fuglar að gala og vatnsniður, lýsingin var frekar lítil og undarlegur ilmur. Sáum fyrir okkur að þýskir Cheech og Chong væru þarna að fremja e-a hippatilraun til að róa fólk niður þannig að það slappaði af og missti þannig af fluginu sínu. Svo var það bara vélin til Köben. Vorum ótrúlega snögg í gegnum Kastrup, held það sé nýtt met í flugstöðvarspretti með töskugripi, eða um 10 mín. Náðum í kjölfarið öllum lestum og vorum komin heim rétt eftir miðnætti....


9. júlí 2004

Á LÍFI

Það er óþarfi að senda út hjálparsveit skáta í Lomma. Við erum heil á húfi, þó grafin undir tonni af óunnri vinnu eftir huggulegar tvær vikur.

Hróarskelduveðrið var geðklofa. Rigndi í 10 mínútur og sól í 10 mín. Úrkoman olli því að svæðið varð eins og flórinn í fjósi tröllskessunnar í Búkollu. Ekki var æskilegt að drekka frá sér vit og rænu vegna hættu á að renna beint á rassgatið. Því fór mikil orka í að æfa jafnvægisskynið. Hljómsveitirnar voru góðar þrátt fyrir að Bowie hafi ekki komist sökum aldurs. Slipknot, þungarokkshljómsveit ein þéttsetin af 9 grímuklæddum skepnum, tók við boltanum og ullu engum vonbrigðum þó þeir hafi ekki tekið Ziggy Stardust, konu einni til mikilla vonbrigða sem lá í drullunni organdi og grét illsku lífsins (djók). Aðrar góðar sveitir á hátíðinni voru t.d. Muse, Basement Jaxx, Korn, Pixies voru sæmó o.fl. Bjórinn lyfti manni upp, þó í takmarkaðan tíma því eftir nokkra lítra var hann manni til trafala og sífelldar "klósett"ferðir urðu pirrandi staðreynd. Eftir þessa hátíð er skítastuðullinn búinn að lækka talsvert. Þó er heit sturtan á mánudeginum eftir hátíðina sérlega minnistæð.

Hrefna systir fylgdi okkur heim og við trölluðum síðustu dagana, versluðum og fórum út að borða. Hún fór heim í nótt kl.4.00 eftir að hafa þurft að dúsa á Kastrup frá 18.00 - Iceland Express-vélin klikkaði e-ð. Hennar verður sárt saknað á Kämnärsvägen, en hey - seilaví...

Loff Malakoff,
Halli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?