<$BlogRSDUrl$>

19. apríl 2007

Gifting 21.april 2007! 


Það hlaut svo að koma að því!

Nú er framundan brúðkaup Haraldar og Elínar og það á laugardaginn. Eftir 2 daga. Mikið hefur verið lagt í sölurnar til þess að gera þetta eins glæsilegt og hægt er ÁN ÞESS að fara út í fanatískar kransaköku-hringapúða-flibbahnappapælingar. Geri ráð fyrir að stemningin verði góð. Þetta verður svona borgaralegt þannig að við játum eigi trú okkar á Guð, enda gengur tæplega helmingur okkar á Guðs vegum ef svo má svo óheppilega að orði komast. Þangað til næst - tilvonandi eiginmaður kveður í bili!

Kv,
Halli

9. apríl 2007

...Og það var steggur 

Ekki nóg með að Ella mín hafi verið gæsuð, heldur komu vinir mínir mér heldur á óvart föstudaginn langa. Var sóttur af Sigurjóni mótorhjólakappa, settur á hjólið með hjálm og fleira, og þeyst með mig í Hafnarfjörðinn. Eitthvað sem ég endurtek vonandi ekki á minni lífstíð. Þar biðu kapparnir með bíl fullan af bjór, keikir að vanda. Það var þeyst með mig upp í einhvern skotfimireit í Hafnarfjarðarhrauni og þar fékk ég að skjóta leirdúfur - kom á óvart að það var ekkert svo svakalega leiðinlegt! Eftir það var förinni heitið í Stúdíó September þar sem Bohemian Rhapsody var barið saman á 3 tímum! Það var vel mannað í bandið og kórinn fór á kostum (samsettur úr steggjagenginu) þannig að þetta var bara nokkuð ásættanlegt miðað við tíð og tíma. Að lokum var grillað heima hjá Stebba og þá fór að halla undan fæti hjá Steggnum enda búinn að innbyrða drykkjarföng af ýmsum styrkleikum. Fóru leikar svo að okkar maður var geim óver um ellefu leitið og fékk skutl heim.

Takk fyrir mig.

Halli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?