<$BlogRSDUrl$>

20. nóvember 2006

...ENDURFUNDIR...

Það var mikið stuð í Hamraborg 11 á laugardagskvöldið þegar gamlir skólafélagar komu saman í tilefni 15 ára gagnfræðaskóla-útskriftar. Gaman að hitta fólkið aftur, en reyndar verður að viðurkennast að maður hittir mjög marga reglulega enn í dag.

Meira síðar,
H.

17. nóvember 2006


MAÐUR ÁRSINS!

Jæja, þá er komið að kveðjustund - Þórarinn Freysson, bassaleikari Manna Ársins flytur af landi brott ásamt fjölskyldu sinni til Englands og yfirgefur þarmeð herbúðir Mannanna. Það mun reynast mjög erfitt að fylla skarð þessa frábæra tónlistarmanns, og ég efast um að það fyrirfinnist jafn geðgóðir bassaleikarar og Tóti. Hann mun stíga á stokk með Mönnum Ársins í síðasta sinn í bili á Café Aroma í kvöld, og því síðasti séns að sjá núverandi skipan sveitar. Tóti minn, mundu bara - eitt sinn Maður Ársins, ávallt Maður Ársins, ólíkt titlinum Ungfrú frystihús 1985...

15. nóvember 2006


WOULD YOU VOTE FOR THIS MAN?

Árni Johnsen er kominn í góð mál eftir kosningar síðustu helgar. Fólki finnst hann svo skemmtilegur. Skítt með afbrotin - ekkert vit í að velta sér upp úr því, segir Johnsen sjálfur, og virðist þannig ekki ætla að læra af fortíðinni. Sjálfur tel ég þessa stöðu vera tilkomna vegna gullfiskaminnis landsmanna, sem oftar en ekki hefur komið þingmönnum vel í gegnum árin.

Nú er allt á útopnu í partagerð fyrir Lennon-tónleika. Uppselt á þá fyrstu og því eru aukatónleikar staðreynd.

Reunion framundan, nánar tiltekið þá hitti ég gömlu gaggófélagana á laugardagskvöld. Verður svosum ekki stórkostleg lífsreynsla þar sem maður hefur haldið góðu sambandi við flestalla vinina...

Besl i byl,
Halli

6. nóvember 2006Woman is the nigger of the world söng John Lennon heitinn. Ekki frá því að það hafi verið nokkuð til í þessu hjá stráknum. Er í þessum töluðu orðum að útsetja Lennonlög fyrir tónleika sem verða á næstunni með þotuliði íslenskra söngvara og félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ekki amarlegt það. Nema hvað, allt í einu er maður farinn að pæla í textunum og ég hef komist að því að steiktasti bítlatextinn er Strawberry Fields Forever. Þar er sungið m.a.:

I think, er, no, I mean, er, yes, but its all wrong
That is, I think I disagree


Þessi texti færi vel í munni ofvirku táningsmóðurinnar í Little Britain. Svo er fólk eitthvað að velta sér fram og aftur upp úr meiningu þessara texta! Eins og Lennon sagði sjálfur þegar hann var spurður hvaða merkingu ákveðinn texti hafði: "Maybe I was taking a good shite!"

Sótarinn sjálfur hefur eignast dóttur og fá þau hjónakorn kveðjur handan Kringlunnar. Fáir vita að Finnur Geir hóf ungur stuttan en árangursríkan feril í Íslensku óperunni í verki Benjamíns Britten, Litli sótarinn. Hvernig væri nú að gera sjónvarpsþætti um tónskáldið á hans yngri árum, gætu heitið Little Britten...

Ble,
H

2. nóvember 2006

Hér er samantekt á einni athyglisverðustu mynd seinni tíma - hljóð VERÐUR að fylgja (ath! blótsyrðið f**k kemur nokkrum sinnum fyrir)...

Big Lebowski á 2 mínútum og 14 sekúndum...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?