<$BlogRSDUrl$>

31. júlí 2007

Litla fjölskyldan 


Sælir allir,

Mikið gengið á í vor og í sumar - brúðkaup var framið þann 21.apríl þar sem skötuhjúin voru pússuð saman á borgaralegan máta í Rúgbrauðsgerðinni.  100 gestir, frábær matur og vín og skemmtileg atriði.  Svo sat sá rauði sveittur við skriftir því þann 29.júní (og reyndar 28.júní líka) var Veggur Pink Floyd fluttur í öllu sínu veldi af Melabandinu og Dúndurfréttum við mjög góðar undirtektir tæplega 5000 áhorfenda.  Punkturinn yfir i-ið var fæðing frumburðarins þann 25.júní.  Litla fjölskyldan dafnar og vex, litla daman er rétt tæp 6 kíló og 5 vikna gömul, geðgóð og sefur vel.  Foreldrarnir hafa greinilega verið með eindæmum heppin.  Ella ætlar að taka leyfi í eitt ár til að sinna uppeldi en kallinn ætlar að frílansa í tónlistarbransanum.  Nokkur verkefni í deiglunni, útsetningar, tónsmíðar, tónlistarhátíðir og fleira.  Sem og öll böndin sem kallinn starfrækir.  Ásamt því að vera í fæðingarorlofi ætlar Ella að sinna pólitíkini og vinunum.

Lag dagsins er Cry Baby Cry með Bítlunum (bara svona því hún grætur svo sjaldan blessunin)

17. júlí 2007

Flickr 

This is a test post from flickr, a fancy photo sharing thing.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?