<$BlogRSDUrl$>

17. febrúar 2005

DAUTT SJÁVAREPLI Í STÚDÍÓI

Sá merkisatburður átti sér stað á þriðjudagskveldið að Dead Sea Apple hóf upptökur á fjórum nýjum lögum sem eiga að rata inn á nýju plötuna þeirra sem ber vinnutitilinn "The band who cried wolf" vegna þess að hún átti að koma út fyrir 3 árum síðan með tilheyrandi prómói og öllu - Síðan var hætt við allt saman vegna útfarar minnar. Meiraðsegja Þjóðarbókhlaðan hélt að platan hefði komið út. Það hafði samband við mig reið kona, sagði okkur hafa slugsað reglugerðir og krafðist þess að fá 2 eintök af plötunni því þannig væru reglurnar: Öllum útgefnum plötum skal skilað í tvíriti til Þjóðarbókhlöðunnar til varðveislu. Ég sagði henni náttúrlega að ég myndi glaður afhenda henni plötuna hefði hún einhverntímann komið út.
En allavegna - ekkert gerst þangað til núna, en þá þurfum við náttúrlega að skella inn e-u nýju efni svo hægt sé að kalla þetta nýja plötu...

Hlustið spennt,
Halli

10. febrúar 2005

TEXTI Á LATÍNU

Einhver snjall þarf að stinga að mér e-m góðum kristilegum texta á latínu svo ég geti haldið áfram að semja fyrir Dómkórinn. Er búinn að leita útum allt og það er búið að semja Ave Maria og Miserere mei. Ení ædías (latína fyrir hugmyndir?)....

L8r,
Halli

7. febrúar 2005

BLOGGG...

Ósköp er maður latur við þetta upp á síðkastið. Mætti halda að maður væri með ritstíflu.

Jæja, íslensku tónlistarverðlaunin féllu í skaut Þórðar Magnússonar og óska ég honum alls Eels. Nei, nei, til hamingju og allt það. Sat við hliðina á honum á verðlaunaafhendingunni svo ég-tapaði-en-það-var-alltílagi-því-sá-sem-vann-er-vel-að-verðlaununum-kominn svipurinn var extra mikilvægur. Hátíðin var ágæt, Guðmundur Steingrímsson bjargaði þessu frá stöðnun og stirðum brosum.

Myrkir músikdagar hafa verið undanfarna viku og mikið gengið á. Hef verið ansi slappur að mæta að mér finnst. Sá þó nokkra ágæta konserta, en eftirminnilegastir voru rafmagnslausu tónleikarnir í kuldanum í Klink og Bank á laugardagseftirmiðdag þar sem Aton framdi tónlist sem sló út. Var reyndar farinn í hléi því ég þurfti að sándtékka í Salnum þar sem ég flutti rafverk síðar um kvöldið. Sem gekk vel. Bíðum eftir kommenti frá Jónasi Sen sem var á staðnum.

Ég var svo að spila með Buffinu á föstudagskvöldið á sveitaballi FSU (eru ekki öll böll sveitaböll út á landi?). Leysti Stebba af á hljómborðinu. Þarna var líka annar lánsmaður, Þorgils Sniglabandsmeðlimur á gítar. Mikið af fullum unglingum enda menntaskólaball og dauðaherbergið fullt af áfengislátnu ungu fólki og fimm sveittum poppurum. Þorgils sagði einn lélegasta brandara sem ég hef heyrt. Best ég reyni að muna hann - eitthvað á þessa leið (held ég): Maður leigir sal og flytur þangað ógrinni af allskonar sófum. Þegar hann hefur fyllt salinn, nær hann sér í koll við enda salarins, stendur upp á hann og kallar yfir salinn: "How do you like Iceland, sófar?"

Vont.

Kv,
Halli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?