<$BlogRSDUrl$>

20. janúar 2006

NÝTT LAG FRÁ DEAD SEA APPLE

Hringið á XFM, X-ið og Rás 2 og biðjið um Bearer of Bad News með Dead Sea Apple og styðjið þannig við bakið á ellismellunum....

Getið líka hlýtt á lagið hér og grátið af gleði yfir schnilldinni sem það er...
Dead Sea Apple - Bearer of Bad News

Kv,
Halli

10. janúar 2006

Gleðlegt ár!!

Bara kominn 10 janúar og maður ennþá að hrista af sér jólaslenið. Hér er mest lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang í Álftamýrinni. Ég er búin að vera e-h slæm í maganum en annars er allt í ágætis gír. Halli og ég afrekuðum það að bjóða 7 manns í mat - DSA+Kvinnor sem var bara stuð. Við borðuðum og drukkum og spiluðum BUZZ sem er e-h sá ávanabindnasti tölvuleikur sem ég hef spilað á ævinni. Svona spurningarkeppni um tónlist...alveg við hæfi. Ég komst í ágætis jólastuð ef e-h var að pæla í því en borðaði hinsvegar ALLT of mikið og allar gallabuxur vel þröngar. Jæja hafið það sem allra best krakkar mínir og sjáumst hress á Gauknum næsta fimmtudagskvöld.

Tónleikar Dead Sea Apple 

DEAD SEA APPLE fagnar nýju ári með tónleikum á Gauki á stöng fimmtudagskvöldið 12.janúar nk. Hljómsveitin mun spila nýtt efni í bland við eldra af plötunum Crush (1996) og Second 1 (1998), en DSA hefur verið að taka upp efni á nýja plötu undanfarin misseri, en lög af henni munu hljóma á tónleikunum. Einnig mun lagið Bearer of Bad News berast á útvarpsstöðvarnar í kringum tónleikana.

Tónleikarnir hefjast 22.30 og er aðgangur ókeypis!

Allir að mæta sjáumst hress á gauknum!!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?