<$BlogRSDUrl$>

11. nóvember 2005

SLAPPELSI OG QUENTIN TARANTINO

Hef verið hálfslappur undanfarna daga. Hin árlega kvefpest er að ganga yfir. Olli því að ég svaf til 11 í morgun sem verður að teljast merkilegt. Leit í blöðin og sá auglýsingu frá SÖGUR útgáfu. Ekkert svosum merkilegt nema hvað að þarna eru þeir að hygla e-i bók og vitna í fræga menn. Og þar stendur m.a. "Besta bók sem ég hef séð" og undir skrifar Gísli Helgason. Hmmm? Ákaflega tvisted húmor hjá þessu bókaforlagi.

Annars er ég að fara á blaðamannafund á eftir, minn fyrsta síðan fyrir Kóreustríð. Þarna munum við Stebbi sem "blaðamenn" spyrja Quentin Tarantino og Eli Roth spjörunum úr. Fyrir þá sem koma af fjöllum þá erum við að bulla á XFM öll þriðjudagskvöld milli 22-24. Mjög hressandi þáttur. Sylvía Nótt kom síðasta þriðjudagskvöld og var að rugla í okkur og hlustendum í rúman klukkutíma. Það er alveg merkilegt hvað þessi stúlka getur bullað í fólki. Og hlustendur hringdu inn í hrönnum því við vorum að bjóða miða á frumsýningu Hostel annað kvöld ásamt Tarantino-rottukippunni.

Þetta verður stuð. Meira síðar.

Kv,
Halli

4. nóvember 2005

HÚN Á AFMÆLI Í DAG

Hún á afmæli í dag...hún á afmæli í dag....hún á afmæli hún MAMMA hún á afmæli í dag....jei!!
Mútta til hamingju með afmælið. Vorum að koma úr Ikea þar sem við keyptum hillur í okkar annars ágætu stofu...hillupláss af skornum skammti. Keyptum tvær geilsadiskahillur í viðbót og bókahillu plús allskonar drasl sem maður kaupir alltaf þegar maður skellir sér í sænska risann.

Ég ætla að halda áfram með hinn sívinsæla og löngu gleymda lið PIRR DAGSINS:

PIRR DAGSINS....
Gelgjur sem vinna í búðum...fórum í Ikea í dag og vorum þar afgreidd af gelgju sem sagði að skáparnir sem við ætluðum að kaupa (í stíl við fyrri skápa) væru hætti í framleiðslu í þeim lit sem við vildum...sem þegar allt kom til alls var tóm lygi..geisladiskahillurnar voru bara efst í e-h skápi og hann nennti ekki að sækja þær...jei jei...gaman að búa í samfélagi þar sem allar búðir eru að þræla út smábörnum á 100 kall á tímann...húrra fyrir því

Lag dagsins er á sjó með Þorvaldi og có

3. nóvember 2005

SVEFNINN LANGI

Keyptum okkur nýtt rúm í gær. Amerískt með 5cm "geim"efni og svo gormum undir. Sváfum eins og lömb en vorum ansi stíf í morgun. Skilst að það taki smá tíma að venjast rúminu. Gamli garmurinn okkar var 10 þús króna ÍKEA rúm og því stórt skref tekið í áttina að heilsusamlegum svefni. Ef ég fengi svo svona KBBanka-stöðu og samsvarandi laun myndi ég kaupa mér rúm frá NASA. Eða bara kaupa NASA. Skemmtistaðinn.

Ég var nokkuð sáttur við mína vinnu, mitt kaup og mín kjör þar til ég sá þessar tölur hjá körlunum í Kjörbúðarbankanum. Blótaði því í hljóði í nokkrar sekúndur að hafa ekki sótt um nám í viðskiptafræði, verslað föt hjá Sævari Karli og selt mig hæstbjóðanda á bankasviðinu. En svo helltist veruleikinn yfir mann og ég er tiltölulega sáttur við að Bogi sé ekki að blaðra um launin mín á ljósvakaöldum Íslands. Enda eru þau (launin) ósköp meðal. Talandi um meðal, hefði átt að sækja um stöðu hjá Actavis, helv....

Hannes félagi er loksins að verða fertugsaldrinum að bráð - einn af þeim síðustu í vinahópnum gamla. Nú byrjar hann hérmeð að safna extra hrukkum í kringum augu og eyru, löngum hárum í augbrúnir og eyru, gráum hárum hér og þar og laktósa í krukku. Eða ekki.

Hallster

This page is powered by Blogger. Isn't yours?