<$BlogRSDUrl$>

29. apríl 2003

QUAKE

Er þessa dagana búinn að eyða tíma í tölvuleiknum Quake. Ekki kannski mér líkt. En nú get ég hitt og spilað við vini mína í gegnum netið. Spjalla jafnvel við Stebba, sem býr í Köben, á meðan við spilum. Þetta er þrælgaman jafnvel þó maður eigi ekki að taka þennan tölvuleikjaósið upp á gamalsaldri. Maður verður bara að passa að tíminn hlaupi ekki frá manni. Allt er gott í hófi.

H.

27. apríl 2003

FYRIRHUGUÐ HEIMKOMA OG AÐRAR "FRÉTTIR"

Bókuðum loksins miða til Íslands. Komum heim til fyrirheitna landsins fimmtudaginn þann 22.maí kl.14.15 að staðartíma, rétt í tæka tíð fyrir útskrift Hrefnu Hlínar systur minnar, afmæli Ellu og Júróvisjón. Verður þrælskemmtileg helgi! Eftir það er ég líklegast bissí við Jón Leifs analýsu en mér tókst að koma mér í verkefni sem gefur af sér þónokkra aura. Ella verður líka að bardúsa í verkefninu "sínu", en það felst í úrvinnslu á notendakönnunum fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Þeir þykjast vera eitthvað auralausir þar, en Ella mun sannfæra þá um annað enda fáránlegt að henda hálfkláruðu verki í sjóinn.

Nú tekur við góð skorpa af konsertum og námskeiðum. Sérstaklega þarf Elín að spíta í lófana þar sem hún þarf að skila ritgerð tveimur vikum fyrir áætlaðan skiladag.

Annars hefur helgin verið náðug. Erum ennþá eftir okkur eftir páskafríið. Skelltum steik á einnota grill á fimmtudagskveld þar sem veðurblíðan var í hámarki. Svo var skroppið til Malmö á föstudeginum, en ég þurfti að skila inn þeim verkum sem ég hef samið í vetur. Ca. 35 mínútur af músik, bara nokkuð sáttur við það. Á laugardaginn var unnið og svo tekið á því í ræktinni. Eftir langa fjarveru var ósköp erfitt að byrja að puða aftur. En það skilar sér í betri heilsu.

Hitti líklegast kollega minn, Daníel Bjarnason, og tónskáldið og plöggarann Kjartan Ólafsson á miðvikudaginn. Þá er strengjasveitin Musica Vitae með konsert í Rósenbergsalnum. 30.apríl er Valborgarmessa í Svíþjóð og annálaður djammdagur stúdenta. Svo liggja stúdentarnir náttúrlega heilsulausir í bælinu meðan fátækur verkalýðurinn fer í göngu daginn eftir. Sjáum til!

Kv,
H

24. apríl 2003

PÁSKAFRÍ

Jæja, Ella var heima á Íslandi yfir páskana, en ég tók mér það bessaleyfi að fara yfir til Kóngsing Köbenhávn á afmælisdaginn minn, þann 17.apríl (minnir að Margrét Danadrottning eigi einmitt afmæli þennan sama góða dag). Blússandi sól og blíða í Köben þegar ég kom. Gisti hjá Stebba vin og hafði það gott. Á páskadag komum við síðan saman 7 Íslendingar og borðuðum saman dýrindis páskamáltíð. Því var svo fylgt eftir með Trivial Pursuit og Tívolíferð. Hékk hjá Stebba til miðvikudags og "náði" þá í Ellu út á flugvöll.

Nú er bara að telja í aftur. Fara í skólann og svona. Missti óviljandi af tíma í gær, en það verður barað hafa það.

Roger!

H

16. apríl 2003

LANGT SÍÐAN SÍÐAST!

Já, ekki hefur maður verið mjög duglegur við þetta blogg undanfarið. Margt hefur um garð gengið síðan síðast, þar á meðal hljómsveitarraddir sem allar lentu í Helsingborg á þriðjudaginn. Blessunarlega laus við það. Annars kom það upp á að Ella þurfti að fara til Íslands að kveðja ömmu sína sem lést á fimmtudaginn. Góð kona með gullhjarta. Því sit ég einn heima og hugsa fallega til allra á þessari erfiðu stundu.

Að öðru leyti verð ég formlega eldgamall á morgun (eða réttara sagt eftir tvo tíma miðað við íslenska klukku). Er núna að skiptast á skoðunum við Örlyg fyrrum skólabróður minn sem nú er við nám í Rússlandi. Þetta yndislega MSN-forrit hefur komið í stað bréfaskrifta og símtala. T.d. spjallaði ég við múttu og talaði við Stebba vin í Köben (já, talaði) í dag. Því er heimþráin minni. Nú skellir maður sér heim til Íslands svona bara. Eins og að fara til Akureyrar á góðum degi, bóna bílinn og fá sér hamborgara með frönskum á milli. Vinir og vandamenn eru í bandbreiddarfjarlægð og ekki bætir úr skák að Mogginn birtist manni á hverjum degi. Maður smellir bara í staðinn fyrir að fletta.

Hef verið svolítið steiktur eftir að hinn helmingurinn yfirgaf land "Smjörlukkunnar". Kláraði tvær techno-útgáfur af þjóðþekktum óskalögum sjómanna. Á sjó og Stolt siglir fleyið mitt hafa verið keyrð upp í nútímalegan búning ala DJ Halli Rauði. Verð að viðurkenna það að þetta er jú óendanlega súrt. En nútímatónlist er það svosum líka...

L8r
H

6. apríl 2003

6 ÁRA AMMÆLI!

Við skötuhjúin héldum upp á það í gær að hafa verið saman í sex ár. Það er dágóður tími og því var við hæfi að við skelltum okkur út að borða. Fyrir valinu varð hinn ágæti japanski veitingastaður Tabemono í hjarta Lundabæjar. Áður en við fórum þangað skáluðum við í freyðivíni og borðuðum jarðaber frá Hollandi. Á veitingastaðnum fengum við okkur Sushi í forrétt þar sem við höfum ekki bragðað á svoleiðis fyrr. Sushi-ið var bara þrælgott ef frá er talin græn piparkúla sem leit út eins og leir (komumst að því eftir eina og hálfa vatnsflösku að maður átti að dýfa piparkúlunni í sósuna til að krydda). Í aðalrétt var lamb á teini í teryaki sósu. Alveg meiriháttar. Skoluðum þessu niður með argentínsku rauðvíni. Eftirrétturinn borðuðum við heima, vín og osta, og svo skelltum við okkur aftur niður í bæ eftir að hafa opnað litla pakka til hvors annars. Ella gaf mér þessa flottu skyrtu en ég var á praktísku nótunum og gaf henni baktösku. Annars vel heppnað kvöld og verst að maður getur ekki gert þetta oftar.

2. apríl 2003

HEIMSKA

Hér á eftir fer svar við grein sem birtist á Huga.is þar sem kom fram að ungri stúlku hafi verið byrlað eitur á skemmtistað einum í Rvk. að því virtist af mönnum af miðausturlenskum uppruna. 18 ára piltur svaraði greininni og hér fylgir svarið orðrétt:

"Drepa alla múslimi. mín hugsun.

Hafiði séð heimildarþátt um þessa þjóð ?

HRÆÐILEGT LAND !

ég horfði á eitt vídjó í skólanum þegar stelpa yngri en 18 er grýtt til dauða, því hún kyssti strák. annað vídjóið var þegar kona var hálshöggvinn fyrir það eitt að horfa á karlmann.


drepa þessa menn."


Sami 18 ára einstaklingur skrifar í upplýsingar um sjálfan sig:

"ugh.. það er til 3 tegundir af fólki...
fyrsta er fólk sem talar of mikið, annað er fólkið sem þegjir alltaf svo er til hreinskilið fólk, Af þessum þrennum möguleikum; Hvert ert þú ?"


Já, það má með sanni segja að vitsmunir þessa hreinskilna netverja séu af skornum skammti. Hann ætti kannski að lesa bók. Stundum kíkir maður í heimsókn á huga.is bara til að hlæja að vitleysingshættinum og orðafarinu. Hefði haldið að þetta væri kannski bundið við óharnaða einstaklinga, en svo læðist einn og einn sem hættu að lesa eftir Gagn og Gaman. Svona fólk sem þykist vita allt, hafa skoðanir á öllu, en veit samt ekkert. Það þótti í tízku hjá þessu fólki að hringja í Þjóðarsálina og tjá "skoðanir" sínar. Yfirleitt fylgdu patent-lausnir þegar það hreytir úr sér "það á bara að leggja þetta niður" eða "það á bara að losa okkur viðetta". Það þótti ekki nógu flott að rökræða hlutina við þáttastjórnandann. Þetta fólk kom með lausnir. Nú sér maður semsagt sama fólk á netinu leysa vandamál samfélagsins á skjótan og einfaldan hátt, án samráðs eða að þurfa að hlusta á aðra þvaðra. Þetta fólk veit hvað er okkur fyrir bestu. Kannski dáldið eins og Dabbi;)...

H.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?