<$BlogRSDUrl$>

18. febrúar 2008

Sumafrí! 



Jæja þá erum við loksins búin að skipuleggja sumarfrí fjölskyldunnar. Halli fékk nefnilega stúdíó í bænum Visby sem er á eyjunni Gotland fyrir utan Stokkhólm.
Mamma verður með okkur í viku og Halli fer á undan þannig að þetta var heljarinnar púsluspil að bóka flug og gistingu fyrir mannskapinn. Halli fer 16 júní og ég, Hekla og mamma förum 22 júní. Síðan fer mútta heim 28 júní á meðan við Halli og Hekla verðum í Stokkhólmi í nokkra daga, fljúgum þaðan til Malmö til að hitta vini okkar þau Sofi og Pär í Lundi og síðan förum við heim frá Kaupmannahöfn þann 7 júlí þannig að þetta er engin smá reisa. Mig hlakkar geðveikt til enda er alltaf gaman í Svíþjóð.

Lag dagsins: Upp á grænum grænum (Svanhildur syngur fyrir börnin)
Pirr dagsins: Magapína

Kveðja Ella í Orlofi

1. febrúar 2008

Frost úti 

Þetta verður langur dagur! Tíu stiga frost úti og dóttirinn í pirrkasti þar sem ekki er hægt að sofa úti. Hún er alveg háð því að komast út og allur dagurinn fer í vaskinn ef það er ekki hægt að vera úti. Spáin svipuð á morgun þannig að þetta gæti orðið löng helgi. Annars er nóg að gera hjá Halla þessa daganna enda byrja Myrkir Músikdagar á sunnudaginn. Hægt að sjá allt um hátiðnina hér:

www.listir.is/myrkir

Þarf að sinna pirruðu barni.

Pirr dagsins: Ekki hægt að svæfa í vagninum góða!
Lag dagsins: Litlu Andarungarnir (af plötunni Svanhildur syngur fyrir börnin)

Þangað til næst...kv. Elín

This page is powered by Blogger. Isn't yours?