<$BlogRSDUrl$>

30. apríl 2004

VALBORGARMESSA

FrancesconiSvíar eru upp til hópa fullir í dag, stórir sem smáir, stúdentar, flugfreyjur, verkamenn í Taco-verksmiðjum og brynjugerðarmenn ásamt fleirum. Byrjuðu í morgun með síld og ákavíti og halda áfram fram eftir degi. Dagurinn: Valborgarmessuafton. Flestir fá frí eftir hádegi til þess að hella í sig og fara svo á brennu í kvöld, skjóta kannski upp einstaka flugeldi [ætla að byrja með svona flugeldi þegar ég kem heim - rækta býflugur og hirða af þeim hunangið. Skárra en þetta laxeldi og foreldi]. Hinsvegar lítil stemmning meðal þekktra Íslendinga í Lundi. Flestir of þreyttir, veikir, þunnir og eftirá í skólanum til að meika félagslífið, enda hefur það verið með eindæmum blómlegt þessa dagana. Er sjálfur nett þreyttur eftir að hafa verið í tíma hjá prof.Luca Francesconi og talað um gildi þýsku púritismastefnunnar í tónlist í samanburði við "afrek" þeirra í seinni heimstyrjöldinni og hvað Fibunacci-talnareglan á sameiginlegt með Gullinsniðsreglunni. Stuð, stuð, stuð. Hvað er betra eftir svo heimspekilegar umræður en að horfa á kynningarþátt um Júróvisjón. Og velt fyrir mér því hyldýpi hugsana sem er að baki íslenska textanum. So just blend your colors with my blue...

Well, ætlað leggja mig!
Góði Helgi,
Halli

P.S. Ef einhverjir Íslendingar eða Ísfirðingar eru að pæla í djamminu þrátt fyrir allt þá fæddumst við Ella í partýstuði svo hringiði bara í 0708-542276 - erum að fara í grill til Sofie sem er gömul vinkona Ellu úr Munka Ljungby og framhaldið er óráðið...

28. apríl 2004

Heitir þessi síða ekki Haraldur och Elin í utlandet!! 

Jæja hvar er þá þessi blessaða Elín? Fyrir utan það að vera með tölvufóbíu og ekki meika tölvur yfir höfuð þá hef ég yfirleitt ekki mikið fyndið að segja...lenti svo í skemmtilegum samræðum um daginn og komst að því að maður þarf ekki að vera fyndin á blogginu sem eru góðar fréttir fyrir mig og vin minn skúla fúla.
Annars er Halli búin að covera tilveru okkar frekar vel síðastliðna mánuði...þar sem mér hefur oft verið sagt hvað ég er pirraður karakter þá mun ég posta pirr dagsins:
Svíar eru óþolandi kurteisir í biðröðum sem leiðir til þess að allar biðraðir ganga helmingi hægar en á stressaða íslandi, er ekki alveg að meika: vinsamlegas snúðu strikamerkingunni að þér!! skiltinu í Williys...fólk raðar svo einni vöru í einu á færibandið og snýr strikamerkinu að sér,,,,com on hvað er að þessu fólki!!
En á léttari nótum þá er ég að lesa Wallander þessa daganna eftir Henning Mankell hann er súr lögga sem býr í Ystad og er alltaf að keyra til Malmö og Lundar og svona sem er ótrúlega kúl!!

27. apríl 2004

AF TÓNLEIKUM

Nýkominn af tveggja og hálfs tíma tónleikum + 40 mín ferðalagi frá Malmö og örþreyttur. Verkið kom bara vel út, sérstaklega hafa svíarnir gaman af íslenskunni. Hin íslensk/þýsk/sænska skólasystir mín Camilla Söderberg var þarna líka með helvíti fínt verk - ótrúlegt að þetta var hennar fyrsta. Er reyndar greinilega kominn með þykkan skráp því þarna voru raftónlistar-amatúrar sem engdust einstaka sinnum um í sætunum af eyrnakvölum (svo voru stólarnir ekkert spes heldur). Jæja, gott á þá. Kvöld "íslenskrar" raftónlistar.

Eric Hawk er sá rauðhærðiSá sjónvarpsþátt í gær þar sem fulltrúar allra Norðurlanda pældu í lögunum í undankeppni Evróvision. Okkar fulltrúi var gamli gagnfræðingurinn og Artch-meðlimurinn geðþekki, Eiki Hauks. Talaði þarna reiprennandi norsku og var löndum sínum til sóma, ef frá er talið atkvæði til Letta. Lögin í þessari undankeppni eru hvert öðru verra, og við Ella lágum mestallan tímann (eins og fulltrúarnir) í hláturskrampa yfir lagleysunum sem ríkismiðlarnir senda út í von um að falla úr keppni til að spara sér pening. Reyndar er kaldur raunveruleikinn sá að íslenska lagið fellur eins og flís við rass inn í þennan glaðlega og grandalausa hóp misgóðra tónlistarflytjenda og -höfunda. Þætti gaman að sjá E.Hauks taka íslenska lagið og dissa það svolítið með því að sveifla faxinu og taka eins og eina rokkgreddugrettu. Myndi minna mig á gömlu góðu dagana þegar hann var Eric Hawk og söng um "enn einn viðsnúning í Kirkjuholtinu".

Á morgun (í dag) á að vera gott veður svo við Íslundabúar ætlum ásamt nokkrum innfæddum að bregða á leik og bregða okkur í fótboltaleik og bregða okkur svo á fótboltaleik; réttara sagt sjá Svía takast á við Portúgali. Ekki svo galið. Eða. Hmm. Tími til kominn fyrir gamla kónu að færa sófa...

Rice Crispies í fyrramálið. Jei!
Halli

25. apríl 2004

EFTIR PARTÝ

Sannleikurinn kominn í ljós!Aldeilis fín helgi að baki. Afmælispartýið mitt var á föstudaginn og allir uppáhaldsvinir mínir í Lundi mættu. Boðið var upp á bollu og smápizzur. Mikið drukkið, mikið hlegið og mikið dansað. Síðustu gestir fóru kl. 20.30 kvöldið eftir! Laugardagurinn fór semsagt í að glápa á Simpsons seríu 3 sem ég fékk í ammælisgjöf frá minni heittelskuðu. Náðum að glápa á tvo diska af fjórum eða tólf þætti! Nýtt met í Simpsonsglápi innanhúss. Gylfaginning IK átti síðan leik í dag, töpuðum stórglæsilega eða 8-1. Verðum að vinna aðeins í þolinu - annars fullkomið lið. Ykkar einlægur því nokkuð búinn á því eftir leik - nettur Danny Glover fílingur í gangi ("I´m too old for this shit!") og því gott að setjast niður í því sem maður er bestur í, sjónvarpsglápi.

Nú er bara nokkuð bissí vika framundan, frumflutningur á rafverkinu mínu, Ariel I á þriðjudaginn í litla sal Tónlistarháskólans í Malmö. Svo þarf ég að skila af mér öllu sem ég hef gert á árinu á föstudaginn svo kennararnir geti gefið mér 10.

Til þeirra sem sóttu partýið á föstudaginn: Takk, þetta var geðveikt - bara nett klökkur yfir þessu svona á gamals aldri:) Tek með mér míkadóið á miðv.daginn. Stuð!

Kveðja,
Halli
29 ára and loving it

22. apríl 2004

GRILL

Maður að grillaVorum að koma úr vel heppnuðu hádegisgrilli í boði Gutta, Huggu og Þóru á Studentlyckan ásamt Agli og Dagnýju og nágrönnunum Emelie og Charlie. Indverskur grillaður kjúlli með æðislegu meðlæti, nautasteik í boði Egils og Dagnýjar og meira til. Vissum ekki fyrr en eftirá að við vorum að halda upp á hinn alíslenzka Sumardag hinn fyrsta. Nú er maður bara góður og ætlar að taka smá Championship Manager í tilefni dagsins.

Minni enn og aftur á afmælislagið sem hefur aldeilis slegið í gegn og vakið mikla lukku víða um lönd, þar á meðal í Svíþjóð, Íslandi og á diskógólfum Aqmola í Kazakhstan. Þarf ekki að taka það fram að lagið er byggt á hinum sívinsæla skagfirska slagara, Heyja eftir hið alkunna vélmenni Andra 3000 (kannist kannski við eldri týpuna, Adda 800)...

L8R,
Halli

21. apríl 2004

GAGNRÝNI Á BASSASTYKKIÐ

Jæja, Jónas nokkur Sen hefur sett niður á blað smá gagnrýni um bassastykkið mitt sem flutt var af Hávarði Tryggvasyni 3.apríl í Borgarleikhúsinu. Mælir Jónas svo:

"Annar frumflutningur tónleikanna, Dúel eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson einkenndist af snörpum höggum og kveinstöfum, en undir niðri var liggjandi tónn sem varð að hálfgerðu suði er á leið. Þó margar ágætar hugmyndir kæmu fyrir var úrvinnslan ekki nægilega hnitmiðuð og var verkið í heild fremur sundurlaust þrátt fyrir kraftmikinn flutning. "

Jónas er nú með orðhvassari mönnum í krítíkinni svo mér sýnist ég sleppa ágætlega.

P.S. Kominn með Nýsköpunarsjóðsstyrk í annað skiptið! Þarf að setja Eddu númer tvö e. Jónka Leifs í tölvutækt form. Nú þarf maður ekki að hafa áhyggjur af aurunum í sumar, þó summan sé ekki beisin.

Kv,
Halli

20. apríl 2004

Hallcast - Ha La

Afmælislaginu hans Halla flutt af Hallcast hefur verið lekið á netið!

H.

INCUBUS

IncubusBest að maður skili skýrslu um konsertinn í gær....

Hefði mátt vera aðeins meira fólk í KB-höllinni í gær þótt ekki hafi verið fámennt. Fyrstir á svið voru, mér að óvörum, Hundred Reasons, en sú sveit er nett heit á Fróni akkúrat núna. Hér þekktu þá engir enda stóðu þeir fyrir utan höllina í lok konsert og dreifðu límmiðum. Notfærði mér það og spjallaði aðeins við söngvarann og fékk hjá honum eiginhandaráritun! Jæja, allavegna - Hundred Reasons voru flottir á sviðinu og músíkin fín en þeir liðu mjög fyrir skelfilegt sánd. Nýrri lögin þeirra hljómuðu betur en gömlu lögin. Spiluðu í ca. hálftíma og svo þurfti að róta eins og vanalega. Incubus stigu á svið rétt fyrir níu með Megalomaniac og allir sungu með. Bandið var drulluþétt og eins og Þóra Björk systir sagði, hljómuðu eins og á plötunum. Verð að taka hattinn ofan fyrir rytmaparinu sem voru ógeðslega góðir, tóku sitthvort sólóið og fóru á kostum. Hljóðfæraleikararnir virðast allir lærðir jazzistar og rúlluðu villulaust upp lögunum. Brandon Boyd söngspíra virtist í byrjun hás, var í hettupeysu og virtist feiminn en óx ásmegin þegar áleið konsertinn. Fór að lokum úr að ofan við mikinn fögnuð kvenkyns aðdáenda. Og sló ekki feilnótu.

Svona í heildina mjög góður konsert, geðveikt vel spilandi og þétt band - hógvært í framkomu en þeim mun meiri gæði í spilamennskunni.
Hápunktar: Here in my Room, Drive, Priviledge og sólóin
Galli: Spiluðu ekki Pardon Me, heyrðist lítið í DJ
Óvænt: Bassaleikarinn söng allar bakraddir

Blezz í bili,
Halli

17. apríl 2004

AMMÆLI

afmælisbarnið!Hannáafmælídag - Hannáafmælídag - Hannáafmælannég - Hannáafmælídag!

Já, fyrir 29 árum leit rauðhærður drengur dagsins ljós í fyrsta skiptið. Og nú betri sem aldrei fyrr. Eldri og reyndari. Hef aldrei átt bíl. Óbrotinn í öll þessi ár (7-9-13 bank bank). Nú er bara að telja í, fara út í sólina og rokka.

Mamma, afi og tengdó búin að hringja og ótal essemmess streyma inn. Maður er ekki týndur og tröllum gefinn hér í útlandinu. Sem er og gott. Bið að heilsa öllum unglömbunum heima! Lengi lifi sá gamli!

Kveðjur,
Halli

15. apríl 2004

SOUL

Þetta er sólÞað er mögnuð sólin í dag! Erum bæði brennd (og/eða brunnin hvernig sem þið lítið á það) eftir 3 kortera útiveru á sælureitnum okkar hér bakvið íbúðina. Sumarið liggur í loftinu, 18 stig í gær einhversstaðar og sú gráða heimsækir okkur Lundabúa að öllum líkindum á morgun. Svo það verður farið í bæinn og keyptur Miller, ísskápurinn settur á hæsta, steikin lögð í lög og svo er það bara út í garð að grilla Hann-borgara og slappa af í hitanum.

Ætla nefnilega að verða brúnn (eða rauður) á afmælisdaginn sem er á laugardaginn. Blóm og kransar vinsamlegast veriði úti. Engin veisla fyrr en í næstu viku. Þá byrjar vikan á Köben-ferð til, ehm, Köben, þar sem farið verður á Incubus í KB-hallen. Veit ekki hverjir hita upp (Succubus kannski?). Það verður dúndur. Svo er stefnan tekin á partý föstudaginn 24.apríl - því þá er ég orðinn eldri og reyndari og vingjarnlegri.

Les á mbl.is: Hvassviðrið að ganga niður á Kjalarnesi...Hahahahahahahahahahahahahahahahahaha - hí á ykkur!

Kærar kveðjur í kuldann;)
Halli

13. apríl 2004

MÁNUDAGSÞRIÐJUDAGUR

Hress á´ðí!
Hálfgerður mánudagur í manni, þar sem við tókum hressilega á því á páskadagskvöld. Erum nú hálf líkir bara akkúrat núna, kisi og ég.

Páskahelgin er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka. Aldeilis fín helgi barasta. Á föstudag var það vídeókvöld með krökkunum heima hjá okkur. Horft var á hina stórskemmtilegu But I´m A Cheerleader, sem ég mæli barasta með. Það kvöld endaði í svaka partýi. Laugardagurinn var afslappaður, bærinn og bara næs afslappelsi um kveldið. Svo var það páskadagurinn. Þar komum við saman heima hjá Agli og undirbjuggum dýrindis máltíð, svínasteik með öllu tilheyrandi - enda var maður útbelgdur eftir að hafa fyllt hvert einasta magahólf af mat. Eftir það var á nógu að taka í ísskápnum sem var fullur af bjór. Auk þess var þarna rauðvínsbelja til staðar, svo allir gátu blótað páskum. Fórum heim seint og í annarlegu áfengisástandi. Sem leiddi til þess að gærdagurinn var "heimpöntuð-pizza-og-glápa"-dagur.

Ætla að benda fólki á að kíkja á stuttræmurnar um staðgengil Jólasveinsins, Chris Christmas Rodriguez. Snilldarsketchar, þó ég viti ekki beinlínis hvað þetta er nákvæmlega. Er búinn að leita að þessu um allan veraldarvefinn og leitin bar loksins árangur í gær. Enginn má láta þetta framhjá sér fara!

Ætla annars að fá mér þennan dýrmæta kaffibolla - bless í bili!

Kv,
Halli

7. apríl 2004

........

Beatles 1963 meet Beatles 1967 meet Michael Jackson and his sonJæja, stutt í páska - ekkert páskaegg í þetta skiptið, bara svona skrítið útlenzkt úr tréi og með venjulegu blandi úr poka inn í sér sem maður verður sjálfur að fylla á.

Fórum fínt út að borða á mánudagskvöldið, en fór ekki betur en svo að Ella fékk bullandi matareitrun seinna um kvöldið. Svo það var farið snemma í háttinn. Jæja, ekki er á allt kosið í þessu samhengi.

Kom mér í gott skap að heyra útjözkun á gömlu Kiss-lagi dúlbúnið sem Páskalag Baggalúts. Oft bráðfyndnir þeir félagar. Svo sá ég að nokkrir læðupúkalegir Þjóðverjar hafa verið að vinna undir kögri í nokkur ár að teiknimynd um Derrick og Harry Klein - í fullri lengd! Myndin var frumsýnd um helgina í Þýzkalandi við góðar undirtektir Bæjara (þ.e. íbúa Bæjaralands, ekki hinna (kannski hinna, hef ekki staðfestar heimildir fyrir því)). Horst Tappert og Fritz Wepper (hljómar eins og gosdrykkur!) ljá sögupersónunum raddir sínar, sem aldrei fyrr. Þá er bara að vona að þessi hrikalega teiknimynd lendi í Lundi því ég ætla þá að tjalda fyrir utan bíóið og sjá hana 11 sinnum...

Blezzz,
Halli

5. apríl 2004

SPES MÁNUDAGUR

Helgin horfin eins og Dögg fyrir Sollu. Náðum ekki að gera neitt sérstaklega spes um helgina f. utan að fara á útimarkað í hávaða íslenzku roki og borða pönnukökur með vinum. Annars var þetta ósköp ómerkileg helgi. Hinsvegar verður dagurinn í dag öllu betri þar sem við Ella förum út að borða í kvöld á Lundia Hotel í tilefni þess að við erum 7 ára saman! "Time sure´s fun when you´re having flies". Stefnir semsagt í mergjaðan mánudag.

Metallica til Íslands. Ragnheiður "sem-ætlaði-að-flytja-inn-stóns-en-klúðraði-því" Hansson að flytja þá inn. Úfff. Er það ekki dálítið hættulegt? Allavegna, búinn að sjá þá tvisvar áður svo ég er ekkert abbó...

Blezz í bili,
Halli

1. apríl 2004

1.APRÍL

Gott á þá sem fara að bíða eftir miðum á Bruce Springsteen! Á enn eftir að falla fyrir einhverjum brandaranum.

Varúð:HálkaFór með Gutta og Agli að horfa á Svíþjóð-England á Delphinen-pöbbnum í gær. Frekar leiðinlegur leikur en snyrtilegt mark svíans Zlatan Ibrahmovic var eina mark leiksins. Englendingar voru slappir, greinilega með hugann annarsstaðar, heima hjá konunni eða að huxa um gengi verðbréfa. Ú á þá fyrir það. Fyrir vikið vaknaði ég ósköp myglaður í morgun.

Fyrir þá sem vilja komast á konsert: Hávarður Tryggvason bassaleikari heldur einleikstónleika í Borgarleikhúsinu þann 3.apríl kl.15.15 en þeir tónleikar eru einmitt partur af tónleikaseríu CAPUT sem heitir einmitt 15:15. Á tónleikunum verða m.a. frumflutt verkið DÚEL eftir ykkar einlægan fyrir kontrabassa og rafverk ásamt verkum eftir Úlfar Inga Haraldsson (frænda hans Adda), Karólínu Eiríks og fleiri. Frekari upplýsingar um konsertinn má finna hér.

Bless í bili,
Halli

AFMÆLISBARN DAGSINS

...er afi minn, Haraldur Örn Sigurðsson, en hann er hvorki meira né minna en áttræður í dag! Til hamingju með daginn, afi minn!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?