<$BlogRSDUrl$>

25. október 2007

Ungbarnasund 



Við erum að klára 6 vikna námskeið í ungbarnasundi hjá henni Mínervu á Háaleitisbrautinni. Þetta er búið að vera æðislega gaman og sú stutta kafar eins og hver annar fiskur. Ekkert hrædd við vatnið og grætur sjaldan (bara ef hún er þreytt). Það er hægt að sjá fleiri myndir úr sundinu á www.flickr.com/photos/halliogella og það koma fleiri sundmyndir innan skamms. Við ætlum á framhaldsnámskeið sem byrjar í nóvember af því að þetta er svo gaman.

Áfram í stjórn 



Jæja aðalfundur Vinstri grænna í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi. Ég var í framboði til stjórnar og verð semsagt einn vetur í viðbót í stjórninni og hlakka bara til. Það er aðeins meira púsluspil að komast á fundi og svona af því að Halli vinnur mikið á kvöldinn en við reddum þessu einhvernveginn.

Kveðja Ella


23. október 2007

Það er æðislegt að vera mamma! 



Ég er búin að upplifa það síðustu 4. mánuðina hvað það er æðislegt að vera mamma. Eitthvað nýtt gerist á hverjum degi og Hekla Björt er alltaf að þroskast og dafna. Núna er hún td. byrjuð að hlæja sem mömmu hennar og pabba þykir mjög gaman. Hún er líka byrjuð að halda á dóti og hjala löngum stundum á leikteppinu sínu. Sjálf er ég búin að vera drepast í bakinu þannig að það er ekki seinna vænna að byrja í einkaþjálfun í Baðhúsinu til þess að byggja upp styrk í baki og annarsstaðar. Hér til hliðar er mynd af Heklu Björt í hettupeysunni sinni. Þeir sem vilja sjá fleiri myndir geta farið á myndasíðunna hennar þar eru alltaf að koma nýjar myndir:

http://www.flickr.com/photos/halliogella

Kveðja Ella


Menn ársins á Domo 30 október! 


Menn ársins spila nýtt efni af væntanlegri plötu á DOMO þriðjudagskvöldið 30. október kl. 21.30.
Sjáumst!!


10. október 2007

Nú er nóg komið! 

Ég hef ekki bloggað lengi. Reynar mjög lengi, brúðkaup, barneignir og fæðingarorlof hafa verið efst á baugi síðustu mánuði. En nú gat ég ekki þagað lengur, nú var mér nóg boðið!
Spilling segi ég og ekkert annað. Á nú að taka eina fyrirtækið í eigu borgarinnar sem græðir peninga og gefa það (selja á spottprís) í hendurnar á örfáum auðmönnum? Er til eitthvað lögmál sem segir að hið opinbera megi ekki græða peninga. Er ekki svolítið skökk mynd sem birtist af þessu máli á sama tíma og ekki er hægt að borga starfsmönnum grunn-og leikskóla borgarinnar mannsæmandi laun. Er það að fá 350 þúsund kall fyrir að mæta á einn stjórnarfund hjá REI sanngjörn laun sem þessir menn skömmtuðu sér sjálfir? Það geta því miður ekki allir samið um kaup og kjör við sjálfan sig!!

Í öllum siðmenntuðum löndum (nema greinilega á Íslandi) þyrftu stórnmálamenn sem taka þátt í spilltum málum sem þessum að segja af sér. En ekki á Íslandi. Á íslandi er hægt að ljúga upp í opið geðið á borgarbúum og halda áfram á sínu striki. Ætli þessum aðilum verði ekki verðlaunað með þingsæti?

Nú er nóg komið!!

Ein í fæðingarorlofi!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?