20. mars 2007
Mín Gæsuð!!

16. mars 2007
Nóg að gera
Sæl öllsömul, langt síðan ég hef bloggað fyrir hönd Álftamýarbúa. Búið að vera nóg að gera. Eins og flestir vita eigum við hjónin von á barni nú í sumar og er okkur barasta farið að hlakka til. Einnig er nóg að gera í vinnu og pólitík þessa daganna. Fyrir þá sem ekki vita það þá er mín í framboði til Alþingis og skipa ég 7. sæti í Reykjavík-suður fyrir vinstri-græn. Þetta verður bara skemmtileg reynsla og gaman að takast á við þetta. Það fylgir þessu ýmislegt skemmtilegt eins og að fá að fara í "professional" myndatöku hjá ljósmyndara og set ég afraksturinn nú á bloggið!! Annars verður nóg að gera um helgina, áætlað að taka til í geymslu, fara í hvítvínsklúbb (-hvítvínið fyrir mig). Halli að spila á Aroma annað kvöld og svo á að reyna að skrifa grein í blöðin þannig að helgin verður sennilega fljót að líða.
Lag dagsins er Gakktu í Reyklausa liðið sem var að finna á plötunni Burtu með reykinn!! forðum daga.
Pirr dagsins og sennilega næstu mánuði er að passa ekki í neitt af fötunum sínum!!!
2. mars 2007
Orðlaus
Fletti í Blaðinu í morgun og rakst þar á 5 spurningar, lið sem fellur undir hluta blaðsins á föstudögum, Orðlaus. Þar er grandalausum ungmennum stillt upp við vegg og þau beðin um að svara 5 spurningum almenns eðlis. Og alltaf finnst mér þetta jafnsorglegt, viku eftir viku:
"Hver er höfuðborg Finnlands?" - "Stokkhólmur" svaraði 21 árs stúlka.
"Hvað eru heimsálfurnar margar?" "3 eða 4" segir 15 ára stúlka.
"Hvað heitir Englandsdrotting?" "Veit ekki" sögðu tveir aðspurðra...

Ein stúlkukind svaraði ekki einni einustu spurningu - "Veit ekki" var svarið við öllum fimm...Og svona birtist þetta viku eftir viku. Það liggur við að maður klippi þetta út og fari yfir statusinn að ári. Oftast er hreinlega pínlegt að fylgjast með krakkagreyjunum þar sem þeir svara út í hött eða alls ekki. Mig fer að gruna að blaðamenn velji út þá fáfróðu til að koma áleiðis e-m undirliggjandi skilaboðum. Ég neita að trúa því að þessi dálkur sýni rétta mynd af kunnáttu unga fólksins. Ef svo er þá hjálpi okkur Guð, Allah og Óðinn, saman eða í sitthvoru lagi...
"Hver er höfuðborg Finnlands?" - "Stokkhólmur" svaraði 21 árs stúlka.
"Hvað eru heimsálfurnar margar?" "3 eða 4" segir 15 ára stúlka.
"Hvað heitir Englandsdrotting?" "Veit ekki" sögðu tveir aðspurðra...

Ein stúlkukind svaraði ekki einni einustu spurningu - "Veit ekki" var svarið við öllum fimm...Og svona birtist þetta viku eftir viku. Það liggur við að maður klippi þetta út og fari yfir statusinn að ári. Oftast er hreinlega pínlegt að fylgjast með krakkagreyjunum þar sem þeir svara út í hött eða alls ekki. Mig fer að gruna að blaðamenn velji út þá fáfróðu til að koma áleiðis e-m undirliggjandi skilaboðum. Ég neita að trúa því að þessi dálkur sýni rétta mynd af kunnáttu unga fólksins. Ef svo er þá hjálpi okkur Guð, Allah og Óðinn, saman eða í sitthvoru lagi...