28. febrúar 2007
Glasgow, Ras 2 og Landsþing
Við hjónakornin brugðum okkur til Glasgow 15.-18. þessa mánaðar og versluðum eins og við fengjum borgað fyrir það. Ykkar heittelskaði keypti sér dýrindis jakkaföt fyrir ónefndan atburð í apríl. Eins var svolítið keypt á væntanlegan erfingja - það var mjög auðvelt þar sem barnaföt eru einstaklega ódýr hjá Hálendingum. Annars var lítið annað gert en búðarráp - gistum á Holiday Inn West og borðuðum á fínum veitingastöðum (reyndar voru eiginlega bara ítalskir staðir í grennd við hótelið þannig að það var fátækleg flóran).

Menn Ársins spiluðu á Rás 2 sl. föstudag. Flutningur var kryddaður með strengja- og trompetleik atvinnumanna úr SÍ og þótti heppnast vel. Einn bar þó af í atvinnumennsku - Guðmundur Hafsteinsson steig inn í Stúdíó 12 í Efstaleitinu, setti saman trompetinn, spilaði og gekk frá - og allt þetta á innan við mínútu! Meira um þetta á blogginu hans Sváfnis hér í slóð til vinstri.
Um síðustu helgi sótti betri helmingurinn flokksþing Vinstri Grænna sem þótti heppnast ágætlega, þó sérstaklega þótti hljómsveit laugardagskveldsins góð, en hana skipa allra flokka kvikindi sem hafa það sameiginlegt að kalla sig Menn Ársins. Ella mín var í pólitíkinni alla helgina og skilaði af sér góðri vinnu, en var líka búin á því eftir helgina.
Nóg í bili,
Halli

Menn Ársins spiluðu á Rás 2 sl. föstudag. Flutningur var kryddaður með strengja- og trompetleik atvinnumanna úr SÍ og þótti heppnast vel. Einn bar þó af í atvinnumennsku - Guðmundur Hafsteinsson steig inn í Stúdíó 12 í Efstaleitinu, setti saman trompetinn, spilaði og gekk frá - og allt þetta á innan við mínútu! Meira um þetta á blogginu hans Sváfnis hér í slóð til vinstri.
Um síðustu helgi sótti betri helmingurinn flokksþing Vinstri Grænna sem þótti heppnast ágætlega, þó sérstaklega þótti hljómsveit laugardagskveldsins góð, en hana skipa allra flokka kvikindi sem hafa það sameiginlegt að kalla sig Menn Ársins. Ella mín var í pólitíkinni alla helgina og skilaði af sér góðri vinnu, en var líka búin á því eftir helgina.
Nóg í bili,
Halli
9. febrúar 2007
Föstudagsfærsla

Mæli með að þið látið ykkur hafa ca. 30 sek af þessu á degi hverjum. Það er þörf áminning á því hvernig lágmenningin getur farið með hausinn á manni.