<$BlogRSDUrl$>

31. janúar 2007

Áfram Hugi! 

Íslensku tónlistarverðlaunin í gangi. Að öllum öðrum ólöstuðum má Hugi kollegi Guðmundsson hirða styttuna góðu enda önnur tilnefning hans til verðlaunananna tónverk ársins. Áfram Hugi!

...Dó, Áskell tók þetta. Jæja, hörð samkeppni. Gengur betur næst Hugi minn...!

Kv,
Halli

Þannig fór handboltaleikur þá 


Súr eftir mjög flottan handboltaleik í gærkvöldi. Tek hattinn ofan fyrir íslensku leikmönnunum sem voru seigir. Helvítis heppnin elti Danina allan leikinn, t.a.m. hirtu þeir nokkra bolta í fráköstum eftir að það var varið frá þeim, sem og markmennirnir þeirra duttu á boltana. En jæja, svona er þetta nú bara.

Menn Ársins eru líklegast að fara að leika frammi fyrir alþjóð í útvarpi allra landsmanna, Rás 2, nánar tiltekið þann 9.febrúar (föstudagur) í Stúdíó 12 í Efstaleitinu. Legg til að þið stillið viðtækin í tæka tíð.

Enn fremur bendi ég á útsendingu á Rás 1 í kvöld, miðvikudaginn 31.jan kl.23.00 en þá mun útvarpið leika upptöku af tónleikum Frank Aarnink og Steef Van Oosterhout, slagverksleikara þar sem þeir frumfluttu m.a. verkið Dögun eftir ykkar einlægan.

http://www.ruv.is/myrkur/

30. janúar 2007

HVERS KYNS....? 

Jæja, þá vitum við að það eru 90% líkur á því að við eignumst litla stúlku í lok júní. Hnátunni litlu vegnar vel og hefur nú þegar hafið sparkæfingar á þeim tímum sem móðirin hvílist.

Í öðrum fréttum var þetta helst. Elín hefur í nógu að snúast í pólitíkinni, er í fjölda verkefna á vegum Vinstri Grænna auk þess að sinna daglegum skyldum sínum í Klúbbnum Geysi. Pólitískir fundir eru daglegt brauð og vinna um helgar staðreynd. Haraldur er ekki síður upptekinn, núna vegna Myrkra Músikdaga sem standa yfir til 1.febrúar. Eftir það tekur við vinna við þær þrjár plötur sem setið hafa á hakanum vegna anna, ný plata með Red Barnett (sóló - sjá til hægri), ný plata með Dead Sea Apple (sjá til hægri) og ný plata með Mönnum Ársins. Hljóðdæmi getið þið nálgast á MySpace-síðunum, sjá tengla hér til hægri). Auk þessara starfa hefur Haraldur lofað sér í útsetningar á The Wall sem Dúndurfréttir og Sinfónían munu flytja í sumar, og sinnir auk þess kennslu við Tónver Tónlistarskóla Kópavogs.

Nýyrði dagsins: Módernismi = póli-tíska

Lag dagsins: Gerum okkar besta - Valgeir og handboltabullurnar...

27. janúar 2007

FYRIR ÞÁ SEM EKKI VITA...

...þá erum við Álftamýringar óléttir og erum komnir ca. fjóra mánuði á leið. Móður og barni líður vel og hefur þetta gengið (næstum) þrautalaust fyrir sig. Á mánudaginn munu foreldrarnir vonandi komast að kyni lilla litla, sem er nú þegar búin(n) að sanna sparkgetu sína fyrir móður sinni tilvonandi.

Bestu kveðjur,
Halli

2. janúar 2007


GLEÐILEGT ÁRIÐ!!!

Kæru vinir! Gleðilegt ár og farsæl komandi jól...

Kv,
Halli og Ella

This page is powered by Blogger. Isn't yours?