<$BlogRSDUrl$>

26. ágúst 2004

MAG.FIL 

Hejsan Hoppsan!!

Vörnin gekk bara svona svaka vel og maður er orðin mag.fil gögnin koma eftir svona tvo mánuði, svíarnir eru ekkert að drífa sig. Þarf bara að sækja um að útskrifast í pósti....ekkert seremóni með pompi og pragt og asnalegum höttum, það er víst bara fyrir doktora. Við Halli komun nú heim til Íslands á þriðjudagskvöld og nýtt aðsetur okkar verður Skipholt 16....hlökkum til að sjá alla. Ætla að pakka i staðin fyrir að blogga....

Ha det bra

Kveðja Ella

15. ágúst 2004

Stress yfir stressleysi
Ég er bara ein í kotinu. Halli fór til Stokkhólms í gær og verður þar á UNM í viku. Ég á að skila ritgerðinni á morgun og er orðin stressuð yfir því hvað ég er lítið stressuð. Var að senda lokaorðin í tölvupósti til kennarans með von um komment fljótlega. Annars er ég bara eitthvað að dandalast í þessarri ritgerð en samt ekki. Þetta er ákveðin stofufangelsis fýlingur...er maður búin eða ekki? Það er stóra spurningin. Skila þessu fyrir klukkan þrjú á morgun þannig að það er tæpur sólarhringur eftir- býst ekki við að sofa mikið í nótt. Það gerir stressið yfir því að vera ekkert stressaður...annars ætla ég að halda áfram með pirr (gær)dagsins.

Pirr (gær)dagsins:
Nei viti menn...ella ætlar að pirra sig enn og aftur út í erkióvini sína skanetrafiken...Halli ætlaði að taka strætó út á rútustöð og taka flugrútuna þaðan...hann las bara áætlunina í góðum fíling á netinu og var ekkert að stressa sig (strætó nb. á 20 mín frest). En þessar upplýsingar sem hann fékk voru rangar. Tóku ekki gildi fyrr en í dag...ég hef bara eina spurningu...afhverju í andskvotanum voru þeir að uppfæra töfluna á netinu einum degi áður en hún tekur gildi...Vinna þessir aumingjar ekki á sunnudögum...Halli gat ekki tekið næsta strætó þannig að hann varð bara að skella sér með sitt hafurtask á hjólinu niður að flugrútunni...ég segi bara enn og aftur: Shame on you skanetrafiken

11. ágúst 2004

Sólgleraugu

Ég keypti mér barasta ný sólgleraugu í HM í gær...hef verið sólgleraugnalaus síðan í Prag...ekki alveg að gera sig. Núna er ég líka komin með þessi svölu sólgleraugu sem kostuðu 500 kall. Ritgerðin gengur ágætlega og ég á að skila henni á mánudaginn. Tek sennilega nett stresskast um helgina. Hvað er það annars að skila svona stórri ritgerð á mánudegi...bíður ekki beint upp á djamm til að halda upp á þetta... en maður getur víst dottið í það á mánudegi eins og öðrum dögum...Svo er það bara vörnin þann 24. Wish me luck.

Annars er ég farin að pirra mig aftur...

Pirr dagsins:
Skanetrafiken (strætófyirtækið okkar) Við Halli og Hugrún og Gutti fórum til Dalby í brakandi blíðu á sunnudaginn að baða okkur í þessu fína vatni. Við fórum þangað með strætó sem fór nóta bene á tveggja tíma fresti á sunnudögum (bannað að ferðast í svíþjóð á sunnudögum, allir heima að horfa á bingolotto). Við sóluðum okkur og syntum, grilluðum pulsur og höfðum það næs. Siðan biðum við eftir strætó heim í svona korter sem var í lagi. Nema viti menn, strætó var troðfullur!! Strætóbílstjórinn sagði að það myndi koma annar strætó þar sem það voru svona 40 manns að bíða,,,en það kom enginn strætó!! Þannig að það var ekkert annað að gera en að bíða eftir næsta enda of langt til að labba þetta (ca 15-20 km)...ég segi bara shame on you skanetrafiken!!

10. ágúst 2004

OG SÓLIN SKÍN

Sólin hefur verið að leika við okkur hér í Lundi, sérstaklega vont fyrir Ellu sem er að rembast við að klára sína ágætu ritgerð. Fórum á sunnudaginn upp að Knifsåsen sem er svona yfirgefin steinnáma sem breytt hefur verið í náttúruperlu. Þar getur maður farið í sólbað, baðað sig í ísköldu vatninu og grillað. Gerðum allt þetta með Hugrúnu og Gutta - mjög gaman. Reyndar þurftum við að bíða eftir strætó í 2 tíma (geri aðrir betur). Drápum tímann með ýmsum hætti. T.d. fundum við út að þegar einhleypur maður missir alla vini sína í sambúð verður hann para-noid. Ha-ha.

Mánudagskvöldið var líka fagurt, en þá hringdi Sofia vinkona Ellu í okkur og bauð okkur í kvöldbað á ströndinni. Það var ótrúlegt að liggja í bleyti í Eyrarsundinu kl.19.30 að kvöldi til - hlýtur að hafa verið ca. 23 gráðu hiti. Fengum okkur ís á eftir og nutum sólarlagsins sem svo kaldhæðnislega átti sér stað bakvið kjarnorkuverið í Barsebäck.

Í dag fórum við svo í grill til Hugrúnar og Gutta - pylsur, kók og geitungar í lofti (aðallega geitungarnir sem voru í lofti - pylsurnar og kókið frekar jarðbundið). Svo þetta hefur ekki verið algjört hell fyrir Ellu mína jafnvel þótt deadline-ið nálgist óðfluga. Eins og Oddný tengdó segir: "Þetta reddast"...

Kveðja úr sólinni í sólina,
Halli

7. ágúst 2004

MÁNUÐUR

Engin leið að skrifa blogg að sumri til - það er eins og að skrifa ritgerð í Tívolí í Köben. Þess vegna hefur farið lítið fyrir okkur Ellu í myrkviðjum veraldarvefsins. Sumarið leit dagsins ljós þann 28.júlí sl. Eigum því að þakka að mútta og Þóra Björk stálu sólinni frá Íslandi og skildu hana eftir þegar þær fóru 2.ágúst. Áttum dúndurviku, kannski ekki svo mikið gert en afslappelsi í hávegum haft. Eftir að þær fóru hefur Ella sett í fluggírinn því ritgerðin góða þarf að vera tilbúin í næstu viku. Óska eftir óskum um gott gengi!

Jæja, nú er hitinn að nálgast 30 gráður og ég get ekki hangið svona inni. Þið heyrið meira frá okkur í næstu viku - framundan er UNM vika og ritgerðarskil - flugmiðinn heim er keyptur og við förum í loftið til Íslands 31.ágúst, komin til að vera - í bili a.m.k.

Sveittar kveðjur,
Halli



This page is powered by Blogger. Isn't yours?